IMX-PRO Short Spey tvíhendurnar frá G.Loomis fylgja nútímalega tíðarandanum í heimi fluguveiða. Hinar nútímalegu Short Spey stangir eru áhrifaríkur valkostur á tvíhendumarkaðnum þegar kemur að framreiðslu og erfiðum kastaðstæðum. Tom Larimer og Steve Rajeff hönnuðu þessa stöng til að vera framsækna, mjög afkastamikila og nýtískulega. Láttu samt ekki hið nútímalega útlit plata þig. Rannsóknarvinna, tími og tveir goðsagnakenndir stangarhönnuðir hafa gert IMX-PRO Short Spey tvíhenduna eina þá bestu á markaðnum, og miklu meira en bara einhverja tískubólu.
Stangarhlutar:
Conduit Core tækni – Nýlegar nýjungar í flugustangahönnun G.Loomis eru notaðar í IMX-PRO stangarlínuna.
Conduit Core tæknin gerir G.Loomis kleift að bæta mikið skilvirkni og draga úr þyngd stangarinnar með því að skipta út grafít hjúpnum með sérefni í neðri helming stangarinnar.
Niðurstaðan er þessi: Styrkur og ending í butt/neðsta hlutanum og mikil aukning orku um alla stangarhluta. Conduit Core tæknin eykur jafnvægi stangarinnar, dregur úr þreytu veiðimanna og gerir veiðimönnum kleift að hámarka tímann og tækifærin á árbakkanum.
Lykkjur:
Stripp lykkjur úr krómi – IMX-PRO stangirnar koma með endingargóðum og klassískum króm stripp lykkjum. Hljóðlátar en samt með mikla virkni – eitthvað sem við viljum eiga vona á í stöngum í milliverðflokki.
Einspinna króm snákalykkjur – Stangirnar koma með einspinna snákalykkjum sem hjálpa til við að ná lengri köstum á einfaldan máta. Og þú munt eingöngu sjá það allra besta á IMX-PRO stöngunum. Það þarf hinsvegar að taka það fram, að stangirnar eru í milliverðflokki. Þær eru hannaðar með tilgang í huga, ekki sem list.
Hjólsæti:
Tvöföld læsing m/skauthúðuðu áli – IMX Pro Short Spey tvíhendurnar koma með klassísku tvíhenduhandfangi með hágæða korki og hjólsæti úr skauthúðuðu áli. Hjólsætin á öllum stöngum í seríunni eru hagnýt, skilvirk og með tvöfaldri hjóllæsingu.
Stangarhólkur:
Cordura stangarhólkur – IMX-PRO kemur í sterkbyggðum Cordura stangarhólk sem ver fjárfestinguna þína og heldur stönginni öruggri þegar hún er ekki í notkun.
Virkni stangar: Miðlungs – Hröð
Handfang:
Spey:
MÓDEL | LÍNÞYNGD | LENGD | HLUTAR | VIRKNI | HANDFANG | GRAIN BIL | SKAGIT | SCANDI |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
IMX-PRO V2 21111-4 | #2 | 11´11″ | 4 | Mið-Hröð | Spey | 150-225 | 210-225 | 150 |
IMX-PRO V2 31111-4 | #3 | 11´11″ | 4 | Mið-Hröð | Spey | 210-275 | 270-275 | 210 |
IMX-PRO V2 41111-4 | #4 | 11´11″ | 4 | Mið-Hröð | Spey | 270-330 | 325-330 | 270 |