Laerdal vöðlujakkinn fyrir konur er með fullkomið snið til að verjast erfiðum aðstæðum, sérhannaður fyrir aðstæður þar sem liðleiki og skipulag er mikilvægt.
Þegar Guideline ákvað að byrja framleiða veiðifatnað fyrir konur lá beint við að leita til kvenkyns meðlima í Power Team liðinu; til að fá dýrmætt innlegg í framleiðsluna. Niðurstaðan var lína af vörum sem kenndar eru við hina frægu á í Noregi, Laerdal, einnig nefnd “Drottning ánna”.
Rýmra snið á réttum stöðum verndar gegn erfiðum veðurskilyrðum eins og vatni, vindi og kulda en er samt sérhannaður veiðijakki þar sem liðleiki og skipulag er mikilvægt. Jakkinn er gerður úr 3-laga nylon efni sem stenst öll veðurskilyrði með þægindi að leiðarljósi.
Stíf hettubrúnin hjálpar að hylja andlitið við erfið veðurskilyrði. Tveir háttsettir vasar fyrir flugubox, spólur o.fl. ásamt tækjastiku fyrir tæki og tól. Þegar kólnar í veðri setur þú hendurnar í flísklæddu vasana til að klára daginn.
Liturinn er grænleitur með kolagráum áherslum á minni svæðum. 3-laga nylonið er með vatnsheldnistuðul uppá 20000 mm og öndun 20000 g/m2/24h.
Í HNOTSKURN
- Þrívíddarstillanleg hetta og stíf hettubrún virkar frábærlega, einnig með húfu eða derhúfu.
- Rakaþéttur YKK AquaGuard® rennilás að framan og á vösum.
- Tveir háir vasar fyrir flugubox, spólur o.fl.
- Sniðin niður að aftan til að halda betur hita.
- Flísklæddir vasar til að hlýja sér á höndum.
- Tool Bar™ tækjastika fyrir tól og tæki.
- Neðri faldur með stillanlegri reim og möskvum til að losa vatn.
- Sérsniðnir olnbogar til að auka hreyfigetu.
- DuoDrag™ lokun á ermum.
- D-hringur fyrir háfinn.
- Innri vasi.
TÆKNIUPPLÝSINGAR
Öndun | 20000 |
Litur | Grænleitur/Kolagrár |
Umhverfisvernd | Bluesign® samþykkt efnisval – Án Fluorocarbon |
Efni | 3-laga 100% Nylon Taslan |
Vatnsheldni | 20000 |
Þyngd | 575gr / stærð S |
Rennilásar | YKK Vislon™ og Aquaguard™ |