ERTU AÐ LEITA AÐ STERKASTA TAUMAEFNI OG TAUMUM HEIMS?
Stroft eru þekktir um heim allan fyrir framleiðislu sína á langsterkustu taumum og taumefni sem fáanlegt er.
STROFT GTM taumaefnið er það sterkasta sem til er í heiminum og er algerlega framúrskarandi þegar kemur að styrk vs. sverleika, togstyrk og hnútastyrk – þetta er það besta, númer 1, ekkert betra, punktur.
- Fleira keppnisveiðifólk og veiðileiðsögumenn velja STROFT taumaefni og tauma fram yfir öll önnur fáanleg merki.
- STROFT® er monofilament nælon sem hefur verið mótað og meðhöndlað í framleiðsluferlinu til að ná fram efni með gríðarlegum styrk og viðráðanlegri teygju. Með þessu framleiðir STROFT taumaefni og tauma sem er gríðarlega sterkt en með ótrúlega lítið þvermál.
- Vinsælt dæmi er t.d. 0.20 mm (.008tommu, 3X) STROFT® sem hefur styrk upp á 4.20 kg (9.2 lb).
Þetta er 30% sterkara en sum önnur vinsæl og sterk taumaefni. - Einnig hefur hnútastyrkurinn í STROFT® mikla yfirburði. STROFT® GTM er framleitt með sérstakri margstiga hitameðferð til að fjarlæga allt efnislegt álag sem myndast þegar efnið þrútnar, kólnar og dregst saman. Þaðan er einnig GTM nafnið komið á þessu vinsæla taumaefni; Getempertes Monofil á þýsku – hitað monofilament.
Á þennan máta hefur STROFT í gegnum árin getað fínstillt allt framleiðsluferlið og náð fram betri eiginleikum eins og dínamískum núningskrafti, viðloðun, yfirborðshörku, yfirborðsmýkt, teygjumörkum, slitstyrk, lágmarksálags teygju, teygju við töku, teygju í bardaga, tilfinningu, svörun, minni, sveigjanleika og mýkt.
Og þegar allt þetta er dregið saman er það þetta sem gerir STROFT GTM taumaefnið og kónísku taumana fullkomna hvenær sem hnútastyrkur í samblandi við allt annað í hinni fullkomnu línu er krafan.
STROFT GTM er rétta taumaefnið fyrir alla veiðimenn sem vilja eingöngu það besta.
Þú munt ekki finna betra taumaefni en þau sem framleidd eru af STROFT.
.