Frances flugan var upprunalega þróuð á Íslandi seint á sjöunda áratugnum sem mun einfaldari útgáfa af flugunni Black Eyed Prawn Fly eftir Peter Dean. Frances hefur síðan þá margsannað sig fyrir að vera algerlega banvæn í öllum laxveiðiám.
Red Frances Hexagon kemur í hefðbundnu Frances litunum sem hætta seint að ná í fisk. Þessar eru litlar en samt ofurþungar og sökkva hratt niður á dýpið þar sem laxinn er.
Reyndu þessa með löngum taum, kastaðu eilítið upp í strauminn, láttu sökkva djúpt og þegar línan réttir úr sér færðu rek á fluguna og byrjar að skanna hylinn á meðan hún rís hægt upp – hér fer allt að gerast!
Þessar eru hnýttar með UV efni í búknum sem raunverulega glóir.
Medium er 15mm löng (án fálmara) og er með 4mm tungsten hexagon haus.
Large er 25mm löng (án fálmara) og er með 5.5mm tungsten hexagon haus.