Renzetti Traveler 2000 er orðinn goðsagnakenndur fyrir að vera gríðarlega traustur og áreiðanlegur væs með gallalausa frammistöðu. Hann er einnig mest seldi Renzetti væsinn. Renzetti Traveler 2000 var fyrst kynntur til sögunnar árið 1988 og er nú kominn aftur, enn betri en áður! Tekur krókastærðir #28 – #4/0, með stillanlegum snúning og stilliskrúfum sem eru mjög auðveldar í notkun. Þetta er hinn eini sanni Renzetti snúningsvæs.
EIGINLEIKAR:
- Keflishölduvagga.
- Íhlutir eru ekki “anodized” til að halda niðri kostnaði.
- Svartir, oxiteraðir kjálkar.
- Polyurethane O-hringur.
- Stillanleg snúningsstífni.
- 5″ x 5″ ( 12.7cm x 12.7cm ) svart-dufthúðuð botnplata með 7″ (17.8cm) ál-legg.
SAGAN Á BAKVIÐ FLUGUHNÝTINGARÞVINGUNA – RENZETTI TRAVELER LÍNAN
Traveler þvingurnar voru fyrst kynntar til sögunnar árið 1988 og hafa síðan þá orðið einar þær vinsælustu í heimi. Þær komu með True Rotary eiginleikann sem Renzetti eru þekktir fyrir sem og ótvíræðan kraft í krókhaldi, þægilegt að ferðast með og á viðráðanlegu verði. T2000 Traveler línan eins og hún var kölluð þá, hefur farið í gegnum miklar breytingar. Frá T2000 Traveler, ekki með kamba kjálkum, til C2000 Traveler með kamba kjálkum. Það var ekki fyrr en u.þ.b. 20 árum síðar sem stærsta breytinginn átti sér stað og Renzetti kynnti til sögunnar Traveler 2200 hnýtingarþvingu-línuna. Að sjálfsögðu voru allir frábæru eiginleikar True Rotary þvingunnar enn til staðar en Traveler 2200 var orðin þægilegri og með endingarbetri áferð. 7″ (17.8cm) ál-legg var bætt við botnplötu-gerðina, allir hlutir úr áli voru “anodized” (anodísk oxíðáferð) og endingarbetri polyurethane O-hringur settur í kjálkastykkið. Renzetti gerði engar málamiðlanir í gæðum, eða sló af í öðrum eiginleikum í þessari þvingu. Markmiðið var að halda áfram að bjóða byrjendum jafnt sem reynsluboltum upp á alvöru snúnings-þvingu sem væri áskorun fyrir hnýtara en jafnframt afar endingargott tæki.