Samsetning af samkeppnishæfu verði og góðri virkni hefur fært veiðigleraugunum frá Guideline marga fylgjendur.
Guideline sólgleraugun koma með hágæða nylon linsum með fullkominn tærleika, lágmarks röskun og hámarks ljósnæmi. Umgjarðirnar eru nútímalegar og tímalausar og það er hægt að nota þau bæði á bakkanum og í borginni. Guideline sólgleraugun blokka 100% af skaðlegum UVA og UVB geislum og linsan er að sjálfsögðu polarized.
Polarized linsur hindra endurkast ljóss af yfirborði vatns og draga verulega úr glampa sem gerir það að verkum að auðveldara er að sjá fiska undir yfirborðinu. Þetta er mjög mikilvægt við t.d. sjónveiði í mjög tæru vatni og jafnmikilvægt til að sjá fisk elta fluguna áður en þú kippir línunni uppúr vatninu. Polarized linsur draga einnig úr augnþreytu, auka nákvæmni sjónarinnar og þar með verður veiðin árangursríkari.
Gleraugun koma í endingargóðu, hörðu hulstri og sérstakur hreinsiklútur fylgir með.