Guideline HD (Heavy Duty) vöðluskórnir eru gerðir fyrir allra erfiðistu aðstæðurnar. Þeir eru hærri, hafa þykkari bólstrun og meiri stífleika sem gerir þá stöðugri við erfiðar vaðaðstæður og í grófu landslagi.
HD vöðluskórnir eru fáanlegir bæði með Vibram® Idrogrip™ gúmmísólum og stungusaumuðum filtsólum, eftir því hvað hentar. Þeir eru byggðir úr afar öflugu 1000D Cordura® efni með C0 Fluorocarbon-fríu DWR. TPU styrkingar á neðri hlutanum gera þá enn endingarbetri þegar vaðið er á grýttum botni með hvössum steinum.
Tá- og hælsvæðið er með sérstakar styrkingar og miðsólinn er úr stífu gerviefni sem veitir betri stöðugleika og auðveldar neglingu á skónum. “Closed cell” efnið í skónum dregur í sig minna vatn en sambærileg efni þannig að skórnir verða léttari á göngu.
HD vöðluskórnir er fullkomið val fyrir veiðimenn sem eyða miklum tíma í veiði og vilja sterka og endingargóða vöðluskó til að klára verkefnið.
TÆKNILEGIR EIGINLEIKAR
Litur | Svartur |
Umhverfisvernd |
|
Efni | 1000D Nylon Cordura® |
Skóstærðir | US7/EUR40/UK6 – US14/EUR47/UK13 |
Þyngd | 1570g/parið í stærð US10/EUR43/UK9 |