NT11 flugustangir eru afrakstur þess að nýta nýjustu og fullkomnustu SOA (State of Art) grafítefnin sem notuð eru í flug- og geimiðnaðinum í dag.
Þegar þessi efni eru notuð í flugustangir næst fram frábær ávinningur. Mest áberandi er ótrúlegur endurheimtarkraftur og stöðugleiki í þynnunum sem skapast með því að sameina kraftmikil og styrkaukandi áhrifin frá T1100 grafít með þynnum af grafíti úr hæsta gæðaflokki sem Guideline hefur notað til þessa. Fyrir veiðimenn þá eru þessir ofangreindir eiginleikar byggðir í röð af flugustöngum sem hafa minnstu þyngdina, en samt hæsta brotstyrkinn af öllum stöngum hjá Guideline, og líklega á öllum flugustangarmarkaðnum.
NT11 silungastangir eru gerðar til að vera frábærar og framúrskarandi alhliða veiðistangir fyrir alla fluguveiðimenn. Þegar þú splæsir á þig NT11 stöng ættir þú búast við engu minna en hágæða upplifun. NT11 silungastangirnar eru með nútímalega, snarpa og kraftmikla “mid-flex” virkni með óviðjafnanlegri endurheimt. Tilfinningin er létt og næm í toppnum en samt er stöngin nógu stíf til að vera nákvæm og toga hleðsluna neðar sem gerir hana einstaklega stöðuga og lipra. Þessar stangir hafa stigmagnandi hleðslu og áberandi í neðri hlutanum sem skilar sér í ótrúlegu sparki. Virknin í þessum stöngum er mjög framsækin og hentar fluguveiðimönnum á öllum stigum og ef þú lætur stöngina vinna aðeins meira þá vinnur hún bara ennþá meira. Þessar stangir eru ofur-léttar með mikla næmni, 9ft #5 vigtar aðeins 71gr!
STANGARTEGUNDIR
NT11 #4 9′ – 4 hluta
#4 er afar fjölhæf þurrflugustöng sem ræður við allar stærðir af taumum við mismunandi aðstæður. Virknin er hnökralaus og engri lík í baráttu við stóran silung á nettum taumum. Þegar þú kastar með þessari stöng muntu finna að hver lluti stangarinnar lifnar við þegar þú bætir meira álagi á hana. Hún er með djúpa 3/4 sveigju en er samt nógu stíf til að gera hana að algjörum draumi að kasta með, fyrir veiðimenn á öllum stigum. NT11 904 þolir snöggar breytingar í takti og einstök efnablanda gerir hana snarpa og stöðuga.
NT11 #5 9′ – 4 hluta
Þessi #5 er eins og frábær alhliða #5 á að vera, með áherslu á venjulega stærð af flugum og taumum, fullkomin fyrir þurrflugur, púpur og minni straumflugur. #5 hefur örlítið stífari neðri hluta og hefur aðeins meiri “mid-flex” virkni heldur en #4, eiginleiki sem þarf fyrir stærri fiska, meira úrval af flugum og veiðitækni. Nálarodds nákvæmni, nett og snörp virkni með mikilli næmni í toppnum, til að veiða á stuttum og miðlungs fjarlægðum, kraftur og burður til að vera gallalaus á fjarlægðum.
NT11 #6 9′ – 4 hluta
Þessi stöng er gerð til að skara framúr við krefjandi aðstæður, með stærri flugur og stærri fiska. Sveigjan í stönginni er styttri og endurheimtin enn hraðari. Til að toppa tilganginn með þessari stöng kemur hún með full-wells handfangi og fighting butt.
Í HNOTSKURN
- T1100 CAP tæknin er styrkur, frammistaða og áreiðanleiki án málamiðlana.
- NT11 silungastangirnar koma með fallegum FLOR korki í handföngum. #4 og #5 koma með half-wells handfangi en #6 er með full-wells og fighting-butt. FLOR korkur er hágæða korkur með háum þéttleika og styrk sem mun standast tímans tönn og halda fegurð sinni.
- Stripplykkjur með titaniumhúð. Hágæða ryðfrítt stál í lykkjum.
- Hjólsætin eru sérhönnuð af R&D (rannsókn&þróun) teyminu hjá Guideline, með harðri rafhúðun og mjög rispuþolinni hálfmattri áferð.
- Áferð stangarinnar er matt satínáverð með djúpri kolagrárri húðun sem gefur þeim lágstemmt, klassískt en ekki of áberandi útlit.
- Allar lykkjur eru vafðar með dökkgráum þræði og í kringum stripplykkjur og logomerkingu er fíngerðar Rusty Orange línur.
- Allar NT11 stangir koma í léttum og sterkum stangarpoka úr 4 þátta teygjunæloni og stangarhólk úr polycarbon sem er klæddur með sterku polyester efni með leðurbút með Guideline logoinu.
- 25 ÁRA UPPRUNALEG EIGENDAÁBYRGÐ. NT11 flugustangir eru með 25 ára ábyrgð til upprunalegs eigenda. Þessi ábyrgð nær til galla í efni og/eða framleiðslu. Á ábyrgðartímabilinu (frá kaupdegi) á kaupandi rétt á viðgerð eða endurnýjun (metið af Guideline) á skemmdum eða gölluðum hlutum stangarinnar. Ef stangartegundin er hætt í framleiðslu og/eða ekki er hægt að laga eða skipta um stangarhluta, mun Guideline skipta út stönginni fyrir sambærilega stöng (að mati Guideline).
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
MÓDEL | LENGD | ÞYNGD | HLUTAR | LÍNUÞYNGD | HANDFANG | LEIÐBEINANDI HAUSÞYNGD |
---|---|---|---|---|---|---|
NT11 Trout 904 | 9´ | 69gr | 4 | #4 | Half wells | 10-12gr / 155-185 grains |
NT11 Trout 905 | 9´ | 71gr | 4 | #5 | Half wells | 12-14gr / 185-215 grains |
NT11 Trout 906 | 9´ | 79gr | 4 | #6 | Full wells/ Butt | 14-16gr / 215-245 grains |