3 í pakka – einfalt í notkun!
Til að festa:
1. Skrúfa toppinn af
2. Setja tauminn í raufina
3. Skrúfa toppinn á þar til skrúfan og róin grípa tauminn
4. Skrúfa 1/4 úr hring til að stilla staðsetninguna á tökuvaranum
5. Ekki ofherða
Eiginleikar og smáatriði:
- Mælt er með þessum línuþyngdum miðað við stærð: Small – 5X (4.4lbs/2.2kg) eða minna, Medium – 4X (6lbs/2.7kg) eða minna
- Gerir ekki brot á tauminn
- Allra besta flotið miðað við aðra leiðandi framleiðendur
- Slétt yfirborð hannað til að hrinda frá vatni og óhreinindum, og minni loftmótstaða í kastinu
- Búnir til með efni sem flýtir fyrir niðurbroti í náttúrunni
- Hægt að blanda saman litum til að ná fram sem bestum sýnileika
Stærðir:
X-Small 10mm þvermál
Small 16mm þvermál
Medium 21mm þvermál
Tökuvarar, loksins fullkomnir!
Minni pirringur
Oros tökuvarar útiloka allan pirring. Það eru engir smáhlutir sem erfitt er að eiga við eða týnast. Straumlínulöguð hönnunin setur línuna í miðjan tökuvarann sem gefur jafnvægi í kastið. Það eru engar festingar sem standa út og trufla kastið og flækja tauminn.
Einstök frammistaða
Oros tökuvarar eru byggðir utanum festibúnaðinn milli tveggja hvela úr mjúku, mótuðu frauði. Þegar þeir eru lokaðir, mynda hvelin þrýsting á milli sín sem heldur tökuvaranum á sínum stað án þess að aflagast.
Ráðgefandi meðhöndlun
- Geymið lausa tökuvara í íláti eða rúmgóðum vasa. Frauðið getur aflagast ef tökuvararnir verða fyrir þrýstingi.
- Forðist að geyma í miklum hita.
- Í guðanna bænum ekki skilja þá eftir úti í náttúrunni þó þeir séu með niðurbrotseiginleika, bara alls ekki.