Geggjaður dömuvöðlupakki sem inniheldur dömuvöðlurnar frá Guideline sem heita Laerdal og vöðluskó í sömu línu, Laerdal. Í þessum pakka er einnig Guideline Laerdal vöðlujakki svo hér er kominn heildarpakki fyrir dömuna.
Laerdal vöðlurnar frá Guideline eru sérsniðnar fyrir konur. Hlýjar og þægilegar að hreyfa sig í á löngum veiðidögum og fáanlegar í venjulegum stærðum og aðeins rýmri Queen stærðum.
Þegar Guideline ákvað að byrja að framleiða veiðifatnað fyrir konur lá beint við að leita til kvenkyns meðlima í Power Team-inu, til að fá dýrmætt innlegg í framleiðsluna. Niðurstaðan var lína af vörum sem kenndar eru við hina frægu á í Noregi, Laerdal, einnig nefnd “Drottning ánna”.
Þægindi og hreyfanleiki eru lykilatriði á löngum veiðidögum og þessvegna koma þessar vöðlur í bæði venjulegum stærðum og aðeins rýmri stærðum nefndar Queen.
Vöðlurnar koma með fullkominni blöndu af 4 laga slitsterku efni frá mitti og niður, og 3 laga léttara og hreyfanlegra efni fyrir ofan mitti. Sniðið yfir bringuna er extra hátt til að halda betur hita og það, ásamt WAS™ sniði um mittið, gerir þessar vöðlur afskaplega þægilegar að vera í allan daginn í allskyns aðstæðum.
Með stillanlegu Elevator™ axlaböndunum getur þú breytt vöðlununum í mittisvöðlur á örskotstundu sem er gríðarlega þægilegt á heitum dögum eða í löngum göngutúrum.
Bringusvæðið hefur marga eiginleika, s.s. rúmgóðan vasa, flísfóðraða vasa til að hlýja sér á höndum, útdraganlegan hangandi vasa og tækjastiku fyrir tól og tæki. Athugið samt að vasarnir eru ekki vatnsþéttir, þannig að ekki má geyma síma, bíllykla m/fjarstýringu eða annan rafbúnað í þessum vösum.
Vel hannaður sokkurinn er búinn til með sjálfbærustu og hagnýtustu lausninni sem er til staðar, með því að nota plöntubundið Yulex® (náttúrlegt gúmmí) og kalksteinsbyggðan sóla með mikinn þéttleika. Sandhlífarnar eru úr sama efni og aðalefnið í vöðlunum með krók til að festa við vöðluskóna.
Liturinn á vöðlunum er grænleitur og kolagrár.
Efnið er 3-laga ofan mittis með vatnsheldnistuðul uppá 20000 mm og öndun 20000 g/m2/24h.
Neðan mittis er 4-laga efni með vatnsheldnistuðul uppá 30000 mm og öndun 7000 g/m2/24h.
TÆKNIUPPLÝSINGAR – Vöðlur
Öndun | 7000 |
Litur | Grænleitur/Kolagrár |
Umhverfisvernd | Bluesign® samþykkt efnisval – Án Fluorocarbon – Yulex® náttúrulegt gúmmí |
Efni | 4-laga Nylon Taslan |
Þyngd | 880gr / stærð S |
GUIDELINE LAERDAL VÖÐLUSKÓRNIR
Laerdal vöðluskórnir eru sérstaklega hannaðir fyrir konur og samræmast fullkomlega öllum flíkum úr Laerdal línunni, bæði hvað varðar hönnun og eiginleika. Þeir eru léttir og passa vel að fætinum en veita samt góðan stuðning og þægindi á löngum veiðidögum. Lærdal serían er byggð á verðmætri reynslu frá kvenkyns ambassadorunum hjá Guideline. Þessi samvinna er grunnurinn að Laerdal seríunni sem er nefnd eftir hinni frægu norsku á sem oft er kölluð Drottning ánna. Þægindi, hreyfanleiki og hlýja eru lykilatriði í Laerdal seríunni sem er hönnuð eingöngu fyrir konur með langa veiðidaga í huga, jafnvel við erfiðistu aðstæður.
GUIDELINE LAERDAL VÖÐLUJAKKINN
Laerdal vöðlujakkinn fyrir konur er með fullkomið snið til að verjast erfiðum aðstæðum, sérhannaður fyrir aðstæður þar sem liðleiki og skipulag er mikilvægt.
Þegar Guideline ákvað að byrja framleiða veiðifatnað fyrir konur lá beint við að leita til kvenkyns meðlima í Power Team liðinu; til að fá dýrmætt innlegg í framleiðsluna. Niðurstaðan var lína af vörum sem kenndar eru við hina frægu á í Noregi, Laerdal, einnig nefnd “Drottning ánna”.
Rýmra snið á réttum stöðum verndar gegn erfiðum veðurskilyrðum eins og vatni, vindi og kulda en er samt sérhannaður veiðijakki þar sem liðleiki og skipulag er mikilvægt. Jakkinn er gerður úr 3-laga nylon efni sem stenst öll veðurskilyrði með þægindi að leiðarljósi.
Stíf hettubrúnin hjálpar að hylja andlitið við erfið veðurskilyrði. Tveir háttsettir vasar fyrir flugubox, spólur o.fl. ásamt tækjastiku fyrir tæki og tól. Þegar kólnar í veðri setur þú hendurnar í flísklæddu vasana til að klára daginn.
Liturinn er grænleitur með kolagráum áherslum á minni svæðum. 3-laga nylonið er með vatnsheldnistuðul uppá 20000 mm og öndun 20000 g/m2/24h.