Guideline Loft vörurnar eru einstaklega hlýjar og léttar, henta fyrir allt veiðitímabilið og eru með lítið pökkunarrúmmál.
Guideline Loft jakkinn er einstaklega hentug flík fyrir allt veiðitímabilið. En hann er meira en það – hann er einnig frábær alhliða útivistarkjakki.
Jakkinn er með einstaklega lítið pökkunarrúmmál og kemst fyrir í einum af eigin innri vösum þegar þú ert á ferðinni! Jakkinn er með 60gr af fyllingu og er hannaður til að vera notaður stakur, sem ytra lag á köldum dögum eða sem miðlag undir vöðlujakka þegar rignir. Jakkinn kemur með þægilegri hettu til að verjast veðri og vindum. Bakið er lækkað niður til að ná fram betri einangrun og hlýju. Hann kemur með einum innri vasa og tveimu ytri vösum.
Loft buxurnar eru hannaðar með veiðimanninn í huga, eru ótrúlega hlýjar og þægilegar til að vera í undir vöðlum en henta einnig í alla útivist sem einangrun. Loft buxurnar eru mjúkar og vindheldar og munu halda þér heitum og þurrum.
GUIDELOFT™ EINANGRUN 40gr
Guideloft™ er fyrsta flokks einangrunarefni sem veitir frábæran hita á móti þyngdarhlutfalli. Efnið er hannað til að halda líkamanum heitum og þurrum í köldum aðstæðum. Framleitt úr 100% endurunnu pólýester efni með blöndu af holu og heilu garni sem heldur efninu einstaklega kröftugu en er með mjúkri áferð og einstaklega góðum pökkunareiginleikum.
Í HNOTSKURN
- Einn innri vasi og tveir ytri vasar á jakkanum.
- Buxnabelti með örlitri teygju
- Sæti og hné hönnuð með þægindi í huga á buxunum
- Smella á belti og YKK® rennilásum
- Einangraðir og opnir vasar að framan á buxunum
- Teygja á stroffum til að halda við þegar farið er í vöðlur
- Stór vasi aftan á buxum er með YKK® rennilás og þar er hægt að pakka saman buxunum
- Aðal efni: 100% endurunnið nylon 20D, bluesign® vottað, PFAS-frítt DWR
- Fylling: 100% endurunnið Guideloft ™ 40gr (80% heilar trefjar, 20% holar og þyrillaga trefjar)
- Litur: Algae Green
- Þyngd: Buxur 350gr (L) & Jakki 430gr ( L )