HYBRID er nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana – heil lína fyrir allar aðstæður!
Með Hybrid línunum getur þú sett upp línuuppsetningu sem hentar þinni stöng, stíl eða aðstæðum, algerlega með því að sameina Hybrid skothausinn með úrvali af Hybrid endum.
Hybrid tvíhendulínan er skothaus með áfastri running línu; engin samsetning eða lúppa í lúppu. Hybrid endarnir eru seldir sérstaklega eftir hvað hentar og eru því skilyrði til að línan virki. Vision er i raun að leggja það í þínar hendur hvernig og hvað þú vilt fá út úr þessari línu og hönnuðu því Hybrid línukerfið.
Hvernig virkar þetta?
- Veldu þér þinn stíl: Scandi, Skagit, Switch eða einhenda.
- Veldu rétta þyngd á belly-inn fyrir þinn stíl miðað við ráðleggingatöfluna.
- Veldu þér Hybrid enda í þeirri lengd sem þú vilt (Vision hefur gert ráðleggingar fyrir þetta, en þú getur í raun valið hvað sem þú vilt).
- Lúppan með laser-merkingunni tengist við skothausinn.
Það sem Vision er að ráðleggja er eilítið þyngra en það sem kemur fram í ATFM töflum. Þetta virkar vel þegar Hybrid línurnar eru notaðar sem venjulegar WF línur á einhendur.
Ráðlagðar belly þyngdir fyrir mismunandi stíla
Athugið að neðangreindar þyngdir eru án endans
|
|
|
Í hnotskurn
- Skothaus fyrir tvíhendur með áfastri running línu
- Þarf enda framan á skauthausinn til að virka sem skildi (seldir sérstaklega)
- Fáanleg hjá Flugubúllunni sem Flot – einnig fáanlegar sem Flot í Sökk 2 og Intermediate í Sökk 3. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum.
LÍNUÞYNGD | LENGD Á HAUS | ÞYNGD Á HAUS | LENGD ALLS | LITUR |
---|---|---|---|---|
WF #5/6 DH flot | 5,5m / 18ft | 16gr / 250 grains | 27 metrar | Blá / Rauð |
WF #6/7 DH flot | 5,8m / 19ft | 19gr / 290 grains | 27 metrar | Blá / Rauð |
WF #7/8 DH flot | 6,1m / 20ft | 23gr / 350 grains | 27 metrar | Blá / Rauð |
WF #8/9 DH flot | 6,4m / 21ft | 27gr / 420 grains | 30 metrar | Blá / Rauð |