Gullnir tónar, blandaðir með svörtu sem blandast vel við umhverfið í tæru og ögn gul-lituðu vatni. Góður kostur þar sem flugan þarf að sjást og einnig þegar bjartir litir eru nauðsynlegir í dekkra vatni.
TS tvíkrækjur
Það er alltaf sérstök tilfinning að setja klassíska tvíkrækju undir, fegurð og fullkomið jafnvægi gera þær einstakar á að líta, bæði fyrir veiðimenn og líka fyrir fiskinn. Þær eru einstaklega “veiðnar” og eru hér í 8 mismunandi mynstrum fyrir jafnmargar aðstæður.
TS er skírskotun til Tellis Katsogiannos sem er mikill laxveiðimaður og hann valdi þessar 8 mismundandi flugur sem eru allt hans uppáhaldsflugur. Allt fræg og þekkt mynstur hnýttar með stíl sem Tellis kýs; léttklæddar, sparlega notað af efni og flassi og hnýttar á hágæða japanskar tvíkrækjur sem hafa margsannað sig að vera afar sterkar og beittar.