Afbrigði af hinu fallega og klassíska Green Highlander mynstri. Fluga sem er oft misskilin að hún sé aðeins fyrir tært vatn! Hún virkar reyndar mjög vel við þær aðstæður en er upprunalega hnýtt sem veðurfluga. Grænir, gulir og brúnir tónar blandast ákaflega vel við aðeins litað vatn, sérstaklega á sólríkum dögum.
TS tvíkrækjur
Það er alltaf sérstök tilfinning að setja klassíska tvíkrækju undir, fegurð og fullkomið jafnvægi gera þær einstakar á að líta, bæði fyrir veiðimenn og líka fyrir fiskinn. Þær eru einstaklega “veiðnar” og eru hér í 8 mismunandi mynstrum fyrir jafnmargar aðstæður.
TS er skírskotun til Tellis Katsogiannos sem er mikill laxveiðimaður og hann valdi þessar 8 mismundandi flugur sem eru allt hans uppáhaldsflugur. Allt fræg og þekkt mynstur hnýttar með stíl sem Tellis kýs; léttklæddar, sparlega notað af efni og flassi og hnýttar á hágæða japanskar tvíkrækjur sem hafa margsannað sig að vera afar sterkar og beittar.