Sealskinz er breskt fyrirtæki sem hefur yfir 30 ára reynslu af þróun og framleiðslu á ýmsum þolvörum og hafa allt frá upphafi unnið í samstarfi við marga af bestu íþróttamönnum heims. Þar á meðal eru fjallgöngugarpar, landkönnuðir, hjólreiðafólk, skíðaiðkenndur, hlauparar, sjómenn, veiðimenn, hestreiðafólk og hverskonar önnur ofur-viðburða teymi og einstaklingar, til að tryggja að vörur þeirra skili bestu og mestu þægindum og frammistöðu, og til að gera þér, og öllum öðrum Sealskinz notendum, kleift að ögra útiverunni.
Nauðsynleg forysta.
“Neyðin kennir naktri konu að spinna” segir málshátturinn.
Sealskinz er sköpun nauðsynja og snýst um þörfina á vera fyrstur út og síðastur inn, þörfina á að ögra kulda og bleytu, þörfina á að framkvæma, þörfina á að verja.
Ef þú spáir í því, þá er “Akkilesarhællinn” úti í náttúrunni í raun akkilesarfótur, höfuð, eyru, fingur eða tær og í raun allir þeir staðir þar sem við erum viðkvæm og þurfum að verja.