Saga sem spannar 5 kynslóðir

Buck Knifes er amerískt vörumerki sem á langa sögu að baki og er almennt talið vera eitt besta hnífaframleiðslufyrirtæki Bandaríkjanna, með arfleifð sem spannar fimm kynsóðir Buck fjölskyldunnar frá árinu 1902 til dagsins í dag.

Í meira en heila öld hafa þeir tileinkað sér að framleiða hágæða, handsmíðaða hnífa og verkfæri sem hannaðir eru fyrir líf utandyra eða í náttúrunni.

Buck Knifes á heiðurinn á því að hafa fundið upp það sem kallað er “samfellanlegi veiðihnífurinn” og gert hann svo vinsælann að hugtakið “buck knife” er orðið að samheiti yfir samfellanlega lásahnífa og þar á meðal einnig þá sem eru framleiddir af öðrum hnífaframleiðendum.

Saga sem spannar kynslóðir

Sem ungur maður starfaði Hoyt Buck sem lærlingur hjá járnsmiði í Kansas. Í leit að nýrri aðferð til að herða stál, handsmíðaði hann fyrst Buck hnífinn úr slitnu hnífsblaði árið 1902. Það var svo í seinni heimstyrjöldinni sem handsmíðaðir hnífar hans fóru virkilega að njóta sín. Og með 40 ára reynslu á bakinu í hnífagerð bjó Buck til og setti á markað Model 119 hnífinn með föstu blaði árið 1942.

Eftir að stríðinu líkur, flytur elsti sonur Hoyt til San Diego. Árið 1945 fylgja Hoyt og kona hans syni sínum og opna fyrirtækið H.H. Buck and Son. Eftir fráfall Hoyt hélt Al áfram hnífaframleiðslunni og stofnaði fyrirtækið Buck Knifes Inc árið 1961.

Líkt og faðir hans hafði gert fyrir hann sjálfan, tók Al son sinn Chuck inn í bransann á unga aldri. Einnig varð Lori, eiginkona Chuck, óaðskiljanlegur hluti af fyrirtækinu.

Eftir stofnun fyrirtækisins varð Buck Knifes leiðandi í greininni og gjörbylti fyrirtækinu þegar þeir kynntu samfellanlega veiðihnífinn – Model 110 Folding Hunter – árið 1964.

Model 110 Hunter Lockback

Sígildur, klassískur og uppáhald margra!

Eins og fram hefur komið var Folding Hunter frá Buck hannaður árið 1963 þegar Al Buck ákvað að byltingarkenndur, samfellanlegur og læstur hnífur, væri eitthvað fyrir útivistarmanninn sem vildi traustan og góðan hníf en vildi ekki vera með hníf með föstu blaði. Hann hafði svo sannnarlega rétt fyrir sér og niðurstaðan reyndist lykillinn að framtíð fyrirtækisins.

Áskorunin var hinsvegar að sameina styrk lokuðu hnífanna með læsingu í fallega og áreiðanlega vöru. Það var ekki auðsótt en eftir nokkrar tilraunir var 110 hnífurinn afhjúpaður. Og innan 6 mánaða var þessi útfærsla heitasti hnífurinn á markaðnum.

Folding Hunter er ennþá, eftir rúm 50 ár, einn mest seldi veiðihnífurinn í Ameríku.

Eins og hann var upphaflega kynntur á sjöunda áratug síðustu aldar, er 110 Folding Hunter enn og aftur með handfang úr Ebony harðvið. Þessi Crelicam mynstraði Ebony viður kemur úr endurgróðursettum trjám frá Congo Basin regnskóginum og færir Buck Knifes ekta harðvið sem er nánast óslítandi.

Eilífðarábyrgð Buck Knifes

Buck Knifes ábyrgjast hvern einasta Buck hníf gegn göllum í efni eða framleiðslu allan líftíma hnífsins og munu gera við eða skipta út með nýjum hníf, eftir þeirra mati, hvaða Buck hníf sem er. Buck Knifes ábyrgjast ekki skemmdir vegna venjulegrar notkunar, misnotkunnar, eða breytingum sem gerðar hafa verið á hnífnum. Athugið hinsvegar að Buck Knifes hnífarnir eru ekki ætlaðir sem hamrar, meitlar, kúbein, eða skrúfjárn.

Úrvalið er ótrúlegt

Frá því að Folder Hunter Model 110 hnífurinn var kynntur til leiks árið 1964 hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag er úrvalið af gæða veiði- og útivistarhnífum sem Buck Knifes bíður uppá hreint ótrúlegt.

Við hjá Flugubúllunni leitumst alltaf eftir að bjóða upp á nýjungar og fjölbreytni enda erum við stoltur endursöluaðili Buck Knifes á Íslandi.

Harkan sex!

420HC STÁL

Þetta er hið staðlaða stál sem Buck notar í hnífana sína en þetta stál nálgast slitþol hárra kolefnisblanda og er með tæringarþol króms í ryðfríu stáli. Að viðbættri sérstakri hitameðhöndlun Buck, er um að ræða gríðarlega notendavæna samsetningu af yfirburðar tæringarþoli með frábærum slitþolsstyrk og endingu. Einnig ertu komin/n með hnífsblað sem auðvelt er að brýna. Og í lokin herðir Buck stálið upp að Rockwell hörku Rc 58

En hversu sterkt er 420HC stálið almennt séð?
Miðað við rannsóknir og samanburð á stáli, eins og sést á grafinu hér að neðan, þá er ekki 420HC stálið öflugt, heldur er það fáranlega öflugt!

Hvað er Gut Hook hnífur

Slægingarkrókurinn, sem einnig er þekktur sem skurðarkrókurinn, er einkenni eða eiginleiki sem oft sést á veiðihnífum. En hvað er slægingarkrókur? Og í hvað er hann notaður?

Hvað nákvæmlega er slægingar- eða skurðarkrókur?

Honum er best lýst sem krók fremst á hnífsblaðinu sem búið er að skerpa að innanverðu. Nánast alltaf hálf-hringlaga og með skerpu á tveim hliðum. Þetta er í raun hluti af heildarhnífsblaðinu. Kosturinn er sá að slægingarkrókurinn hefur sömu skurðeiginleika og hnífsblaðið sjálft. Hann er jú gerður í sama stáli og fer í gegnum sömu hitameðferð.

Hvað er slægingarkrókurinn notaður fyrir?

Notkunin kemur strax fram í nafninu. Slægingarkrókinn er að finna á veiðihnífum og er notaður til að slægja bráð, hver svo sem hún kann að vera. Hann er notaður allt frá því að skera í gegnum skinn, feld eða fjarlægja innyfli. Krókurinn festist auðveldlega á bak við feld eða skinn og með einni snöggri hreyfingu er kviðurinn opnaður. Og ekki eingöngu er þetta fljótlegt og skilvirkt heldur kemur einnig í veg fyrir að aðal hnífsblaðið komist í snertingu við bein.

Og er þá slægingarkrókurinn eingöngu notaður af veiðimönnum? Nei, aldeilis ekki! Slægingarkrókinn er einnig hægt að nota til að skera í gegnum reypi, festibönd, eða jafnvel sætisbelti. Sumt útivistaráhugafólk hefur jafnvel notað slægingarkrókinn til að fjarlægja grind af heitu grilli, eða taka heita potta af eldi.

Slægingarkrókurinn er því nytsamlegur í fleira en bara til að slægja bráð.

HVERNIG ER BEST AÐ NOTA HNÍFINN MINN?

SVONA

  • Lærðu hvernig Buck hnífurinn þinn virkar. Kynntu þér eiginleika hans og æfðu þig að opna hann og loka á öruggan hátt áður en hann fer í almenna notkun.
  • Haldið ætíð fast um handfangið þegar Buck hnífurinn er opnaður eða lokaður, en haldið fingrum frá hnífsblaðinu.
  • Beinið hnífsoddinum á Buck hnífnum ávalt í örugga átt. Gangtu úr skugga að aðrir líkamspartar séu öruggir og haltu öruggri fjarlægð frá öðru fólki eða hlutum.
  • Útskýrið ávalt fyrir börnum á heimilinu um hnífa og öryggi við notkun þeirra. Útskýrið greinilega fyrir þeim að hnífar séu verkfæri en ekki leikföng og hafðu vissu fyrir því að þau geri sér grein fyrir hvernig meðhöndla á hnífa og annast á öruggan hátt.
  • Haltu Buck hnífnum þínum alltaf hreinum, viðhaltu honum og í góðri virkni. Óhreinindi, framandi efni, brotnir eða slitnir hlutar geta komið í veg fyrir að Buck hnífurinn virki sem skildi.
  • Hafðu samfellanlega Buck hnífinn þinn ávallt lokaðan og Buck hnífa með föstu blaði ávallt slíðraða, þegar hann er ekki í notkun.
  • Hafðu öryggið ávallt á hnífnum, ef hann er með slíkan búnað, og haltu honum þannig þegar hann Buck hnífurinn er ekki í notkun.
  • Vertu ávallt viss um að nota Buck hnífinn þinn eingöngu í samræmi við tilætluð not og samkvæmt leiðbeiningum.

EN EKKI SVONA

  • Ekki nota Buck hnífinn þinn sem skrúfjárn, hamar eða meitil.
  • Ekki nota Buck hnífinn þinn fyrir neitt annað en til að skera með. Öll önnur notkun er misnotkun.
  • Ekki kasta Buck hnífnum þínum. Buck hnífar eru ekki ætlaðir sem kasthnífar. Ef þú kastar hnífnum áttu á hættu að skemma bæði hnífinn og slasa alvarlega, bæði þig sjálfan/n og/eða aðra.
  • Ekki reyna að ýta framhjá mótstöðunni þegar þú slíðrar Buck hnífinn. Ef þú ýtir eða þvingar framhjá mótstöðunni sem er, gætir þú orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Þess í stað skaltu ganga úr skugga um að hnífsblaðið sé rétt staðsett og ætti það þá að renna auðveldlega niður í slíðrið.
  • Ekki festa Buck hnífinn þinn með klippunni á belti. Frekar skaltu nota klippuna til að festa utan á buxnavasa eða einfaldlega vera með hann lausann í vasanum. Aðgætið að hnífurinn geti ekki opnast þegar hann er laus í vasanum til að forðast alvarleg meiðsli.
  • Ekki nota Buck hnífinn ef hann læsist ekki þegar hann er opnaður, heldur skaltu hafa samband við þjónustudeild Buck eða söluaðila.
  • Ekki reyna að taka Buck hnífinn þinn í sundur. Slíkt getur gert hnífinn óöruggan og ógildir um leið eilífðarábyrgð Buck. Ef hnífurinn þarfnast viðgerðar skaltu hafa samband við þjónustudeild Buck.

30 gr. vopnalaga

Vopnaburður á almannafæri er bannaður. Heimilt er að bera á sér bitvopn þar sem eðlilegt og sjálfsagt getur talist, svo sem við vinnu, veiðar eða í öðrum tilvikum þegar engin hætta er því samfara.

Bannað er að flytja til landsins, framleiða, eignast eða hafa í vörslum sínum bitvopn ef blaðið er lengra en 12 cm, enda sé það ekki ætlað til notkunar við heimilishald eða atvinnu, fjaðrahníf, fjaðrarýting, fallhníf, fallrýting, stunguvopn eða önnur slík vopn.

Flugubúllan fer að einu og öllu eftir gildandi vopnalögum og áskiljum okkur rétt til að neita um sölu á veiðihníf til einstakra aðila ef svo ber undir og teljum ástæðu til.