Saga sem spannar 5 kynslóðir
Buck Knifes er amerískt vörumerki sem á langa sögu að baki og er almennt talið vera eitt besta hnífaframleiðslufyrirtæki Bandaríkjanna, með arfleifð sem spannar fimm kynsóðir Buck fjölskyldunnar frá árinu 1902 til dagsins í dag.
Í meira en heila öld hafa þeir tileinkað sér að framleiða hágæða, handsmíðaða hnífa og verkfæri sem hannaðir eru fyrir líf utandyra eða í náttúrunni.
Buck Knifes á heiðurinn á því að hafa fundið upp það sem kallað er “samfellanlegi veiðihnífurinn” og gert hann svo vinsælann að hugtakið “buck knife” er orðið að samheiti yfir samfellanlega lásahnífa og þar á meðal einnig þá sem eru framleiddir af öðrum hnífaframleiðendum.
Saga sem spannar kynslóðir
Sem ungur maður starfaði Hoyt Buck sem lærlingur hjá járnsmiði í Kansas. Í leit að nýrri aðferð til að herða stál, handsmíðaði hann fyrst Buck hnífinn úr slitnu hnífsblaði árið 1902. Það var svo í seinni heimstyrjöldinni sem handsmíðaðir hnífar hans fóru virkilega að njóta sín. Og með 40 ára reynslu á bakinu í hnífagerð bjó Buck til og setti á markað Model 119 hnífinn með föstu blaði árið 1942.
Eftir að stríðinu líkur, flytur elsti sonur Hoyt til San Diego. Árið 1945 fylgja Hoyt og kona hans syni sínum og opna fyrirtækið H.H. Buck and Son. Eftir fráfall Hoyt hélt Al áfram hnífaframleiðslunni og stofnaði fyrirtækið Buck Knifes Inc árið 1961.
Líkt og faðir hans hafði gert fyrir hann sjálfan, tók Al son sinn Chuck inn í bransann á unga aldri. Einnig varð Lori, eiginkona Chuck, óaðskiljanlegur hluti af fyrirtækinu.
Eftir stofnun fyrirtækisins varð Buck Knifes leiðandi í greininni og gjörbylti fyrirtækinu þegar þeir kynntu samfellanlega veiðihnífinn – Model 110 Folding Hunter – árið 1964.
Model 110 Hunter Lockback
Sígildur, klassískur og uppáhald margra!
Eins og fram hefur komið var Folding Hunter frá Buck hannaður árið 1963 þegar Al Buck ákvað að byltingarkenndur, samfellanlegur og læstur hnífur, væri eitthvað fyrir útivistarmanninn sem vildi traustan og góðan hníf en vildi ekki vera með hníf með föstu blaði. Hann hafði svo sannnarlega rétt fyrir sér og niðurstaðan reyndist lykillinn að framtíð fyrirtækisins.
Áskorunin var hinsvegar að sameina styrk lokuðu hnífanna með læsingu í fallega og áreiðanlega vöru. Það var ekki auðsótt en eftir nokkrar tilraunir var 110 hnífurinn afhjúpaður. Og innan 6 mánaða var þessi útfærsla heitasti hnífurinn á markaðnum.
Folding Hunter er ennþá, eftir rúm 50 ár, einn mest seldi veiðihnífurinn í Ameríku.
Eins og hann var upphaflega kynntur á sjöunda áratug síðustu aldar, er 110 Folding Hunter enn og aftur með handfang úr Ebony harðvið. Þessi Crelicam mynstraði Ebony viður kemur úr endurgróðursettum trjám frá Congo Basin regnskóginum og færir Buck Knifes ekta harðvið sem er nánast óslítandi.