Á hverju ári koma á markað gríðarlegur fjöldi af flugustöngum, í ýmsum lengdum og stærðum, fyrir allar gerðir veiði. Og til að gera viðskiptivininn enn ánægðari koma þessar nýju stangir í ýmsum litum, og með allskyns fegrunum. Eitthvað fyrir alla?
Málið er samt að fyrir utan nýjungar í kolefnatrefjum þá hefur ekki mikið verið að koma markaðinn af nýrri hönnun undanfarið. Stöng er bara stöng er það ekki? Rangt!
Steve Cullen, hönnunarstjóri Wychwood Game hefur verið veiðimaður lengi, og hefur verið svo lánsamur að sjá allar nýjungarnar í gegnum árin – og ekki bara stangirnar – sem hafa komið á veiðidótamarkaðinn, heldur allt frá fluorocarbon, að large arbor fluguhjólum, nano tækni að gulrótartrefjum eða Curran, ef einhver man eftir því. Sumt hefur gert það gott en annað ekki, eins og gulrótarstangirnar.
Og þar sem fleiri og fleiri veiðimenn halda til veiðar í straumvatni, þá fannst hönnunarteymi Wychwood kjörið að skoða náið hvað væri að gerast og hvað menn væru að sækjast eftir. Nútíma púpuveiði, Modern nymphing, virðist vera orðið normið. Veiði sem kallar á langar, en léttar stangir, og léttar línur. Í raun þá eru veiðimenn oft að nota tauma og þyngd flugunnar til að hlaða þessar léttu og virku stangir umfram flugulínuna. Hinsvegar virðist enn vinsælasta veiðiaðferðin vera að veiða með þurrflugum, og fyrir það þarf að nota styttri og hraðari stangir.
Steve er þaulvanur straumvatnsveiðimaður, og segir að það sé alltaf freistandi að taka með sér tvær stangir, en það sé hinsvegar erfiðara en menn halda, línurnar eiga það til að flækjast og topparnir að berjast saman. Þannig að það var farið af stað í að skoða hvernig hægt væri að búa til eina stöng fyrir hvorutveggja, bæði fyrir almenna púpuveiði, og svo þurrfluguveiði. Eina stöng þar sem ekkert þyrfti að skrúfa í sundur, engir hlutar sem þyrfti að bæta við, og ekkert aukalegt sem hægt er að glata.
Útkoman varð hin nýja DRIFT XL lína flugustanga, þar sem hver gerð hefur sérstaklega skerpta virkni til að hæfa þínum veiðistíl.
Þessar nýju stangir koma með einstöku, snúa & læsa ( Twidst & Lock ) kerfi í handfanginu, sem gerir veiðimanninum kleift að stækka stöngina um allt að 8 tommur, allt til að viðkomandi komi agninu út í þeim aðstæðum sem hann er. Og ólíkt öðrum stækkanlegum stöngum á markaðnum, þá er hægt að læsa DRIFT XL stönginni í hvaða lengd sem er á umræddum 8 tommu kafla.
Í sinni styttstu lengd eru þessar stangir frábærar í þurrfluguveiði, eða þegar hin vinsæla Duo/Trio veiðiaðferð er notuð, en um leið og þær eru stækkaðar fá þær minnkandi virkni, og eru því einnig tilvaldar í allar gerðir af púpuveiði, allt frá veiði í návígi, sem og lengra út í tært vatnið.
Með DRIFT XL stöngunum getur þú haldið fiski í mikilli nánd með ofurfínum taumum, litlum þurrflugum eða púpum, án þess að eiga það á hættu að missa fiskinn. Þú getur einnig tekið þinn tíma og látið stöngina um alla vinnuna þegar barist er við stórann fisk í hröðu vatni – hin mjúka virkni tryggir að hver roka er sem mjúkur púði.
Þessar stangir koma í möttum svörtum lit, með svörtum vafningum í hálglans við lykkjur og ólífugrænu auðkenni. Hið nýja P kork handfang stangarinnar kemur í einskonar camo útliti svo lítið fari fyrir því, er ekki eins bjart og áberandi eins og hinn venjulegi korkur, og hentar því vel í allar aðstæður.
Eingöngu eru notaðar hágæða Pac Bay lykkjur, útskorið og rafhúðað hjólsæti, þar sem stangarendinn er sýnilegur, og eru þessar stangir jafn fallegar og þær eru í virkni.
- Stækkanlegar um 8 tommur með einstöku twist-and-lock kerfi
- Koma í möttum svörtum lit, með svörtum vafningum í hálglans við lykkjur og ólífugrænu auðkenni.
- Framleiddar úr hágæða Toray koltrefjum
- Satín-svart, útskorið og rafhúðað hjólsæti
- 4 hluta stöng með samsetningarmerkjum
- Stangarhólkur úr koltrefjum
- Half wells handfang með P korki
Hægt er að fá alla DRIFT XL línuna hjá Flugubúllunni og þær stangir sem ekki eru til á lager eru afgreiddar yfirleitt á innan við viku: https://www.flugubullan.is/verslun/wychwood-drift-xl/
https://www.facebook.com/wychwoodgame/videos/1386063048098634/