G. LOOMIS – 3 áratugir af bara því besta
Það var fyrir um þremur áratugum síðan sem Gary Loomis stofnaði fyrirtækið G.Loomis og varð á skömmum tíma dáður af veiðimönnum um heim allan, og ekki að ástæðulausu. Í gegnum þróunarferli flugustangarhönnunar úr koltrefjum varð Gary frægur fyrir að vera fremri öllum, fyrir að vera meistarinn. Með því að nota leiðandi tækni og framleiðsluferli hannaði hann tól sem hafa verið skilgreind með gríðarlega afkastagetu og nákvæmni í veiðistöngum.
Gary greindist með krabbamein árið 1995 og gáfu læknarnir honum 18 mánuði.
Það var á þeim tíma og af þeirri ástæðu sem Gary ákveður að selja fyrirtækið. G.Loomis var selt til Shimano árið 1997 og er í dag með aðsetur í Woodland í Washington fylki í Bandaríkjunum. Hinsvegar hélt Gary áfram að vera með fyrirtækinu næstu 12 árin! Og í dag, undir vökulum augum Steve Rajeff, aðal stangarhönnuði Loomis, framleiðir G.Loomis margar af bestu flugustöngum heims. Allar stangir Loomis eru framleiddar í höfuðstöðvum G.Loomis, í Woodland, Washington. Og hvort sem þú veiðir með þurrflugum, púpum, straumflugum, stóra eða litla fiska, þá framleiðir G.Loomis stöngina fyrir þig.
Ár hvert tróna flugustangir G.Loomis nánast alltaf á toppnum í samanburðarkönnunum í Bandaríkjunum þar sem þær eru prófaðar af atvinnufólki og á móti flestum af stærstu merkjum í bransanum. G.Loomis á líklega flesta titla undanfarin ár hjá Yellowstone Anglers sem gera samanburðarkannanir ár hvert, og er ekki óalgengt að sjá einhverja G.Loomis stöngina í fyrstu 3 sætunum og oft fleiri en eina!
Ein af þeim stöngum G.Loomis sem dýrastar eru í framleiðslu er G.Loomis Asquith. Asquith er ein léttasta og jafnframt tæknivæddasta flugustöng sem fáanleg er á markaðnum í dag. Stangarpartarnir eru framleiddir með hinni nýju Spiral-X tækni Shimano. Þessi tækni gerir heildarþyngd stangarinnar léttari, gerir stöngina kraftmeiri, sterkari og miklu nákvæmari.