Upphaf nýs tímabils
Nýja NOVA fluguhjólið frá Guideline markar mikilvægan áfanga í vörusögu fyrirtækisins, en þetta er fyrsta fluguhjólið á markaðnum sem er framleitt eingöngu úr endurunnum efnum. Með þessu boðar Guideline nýtt tímabil og er leiðandi fyrirtæki sem fyrirmynd annarra.
Með því að halda áfram með stefnuna “Hreint alla leið” sem ætlað er að draga verulega úr umhverfisáhrifum fyrirtækisins, hafa síðustu 12 mánuðir leitt til ítarlegustu og markvissustu hönnunarrannsóknar sem Norðmenn hafa nokkurn tíman gert fyrir nokkra vöru.
Endurhönnun á því hvernig hægt er og ætti að hanna og framleiða fluguhhjól með því að sameina nýstárlega iðnaðarhönnun með umhverfisvænu, endurunnu hráefni gerir það að verkum að NOVA fluguhjólið er líklega umhverfismeðvitaðasta fluguhjólið sem framleitt hefur verið til þessa, þar sem allir íhlutir hjólsins eru 100% endurunnir og er því sjálfbært!
Forðast hefur verið að nota einnota plast í jafnvel minnstu hlutum hjólsins. Með þessu heldur Guideline áfram sinni kjarna hugmyndafræði sem sjálfbært, umhverfismeðvitað vörumerki og lyftir grettistaki enn og aftur fyrir aðra fluguveiðiframleiðendur.