Upphaf nýs tímabils

Nýja NOVA fluguhjólið frá Guideline markar mikilvægan áfanga í vörusögu fyrirtækisins, en þetta er fyrsta fluguhjólið á markaðnum sem er framleitt eingöngu úr endurunnum efnum. Með þessu boðar Guideline nýtt tímabil og er leiðandi fyrirtæki sem fyrirmynd annarra.

Með því að halda áfram með stefnuna “Hreint alla leið” sem ætlað er að draga verulega úr umhverfisáhrifum fyrirtækisins, hafa síðustu 12 mánuðir leitt til ítarlegustu og markvissustu hönnunarrannsóknar sem Norðmenn hafa nokkurn tíman gert fyrir nokkra vöru.

Endurhönnun á því hvernig hægt er og ætti að hanna og framleiða fluguhhjól með því að sameina nýstárlega iðnaðarhönnun með umhverfisvænu, endurunnu hráefni gerir það að verkum að NOVA fluguhjólið er líklega umhverfismeðvitaðasta fluguhjólið sem framleitt hefur verið til þessa, þar sem allir íhlutir hjólsins eru 100% endurunnir og er því sjálfbært!

Forðast hefur verið að nota einnota plast í jafnvel minnstu hlutum hjólsins. Með þessu heldur Guideline áfram sinni kjarna hugmyndafræði sem sjálfbært, umhverfismeðvitað vörumerki og lyftir grettistaki enn og aftur fyrir aðra fluguveiðiframleiðendur.

Nútímalegt og framúrstefnulegt

En nú skulum við aðeins tala um vöruna sjálfa því ekki einungis er Guideline NOVA fluguhjólið algjörlega sjálfbær vara heldur er það einnig öflug viðbót við fluguhjóla eignasafnið. Það er arftaki hins gríðarvinsæla FAVO fluguhjóls og er því sett í einstaklega viðráðanlegan verðflokk. Hinsvegar eru NOVA hjólin, tæknilega séð á mjög háu stigi og hefur rammi hjólsins verið smíðaður á þann máta að draga úr allri þyngd með þeim íhlutum sem notaðir eru.

Hin sérstaka rimlahönnun spólunnar gegnir einnig mjög mikilvægu hlutverki þar sem fínar krossfestingarnar líta ekki einungis út fyrir að vera nútímalegar og framúrstefnulegar heldur draga þær einnig úr allri heildarþyngd hjólsins en auka samt við burðargetu.

Inni í hjólinu er svo öflug kolefnisbremsukerfi sem hefur verið fullkomnlega aðlagað fyrir hverja hjólastærð. Það þýðir að léttari hjólin eru stillt fyrir mikinn fínleika, en stærri hjólin eru með meiri bremsukraft. Með ýmsum tæknilegum úrbótum er bremsuþrýstingnum haldið stöðugum svo ekki fari illa í baráttu við þann stóra.

Fjórar stærðir og tveir litir

Guideline NOVA hjólin koma í þremur mismunandi stærðum: 46 – 79 – 810, og hentar því fyrir silungsveiði með léttum græjum og upp í stærri fiska, og jafnvel tvíhenduveiði. NOVA hjólin koma einnig í sérstakri 68 stærð og þá með 2 aukaspólum í pakka – þessi stærð er fullkomin fyrir línuþyngdir 7 og 8, og alveg niður í stærð 6 og með aukspólunum tveimur er hægt að fullkomna flugulínuvopnabúrið þannig að þú sért tilbúin/n í allar aðstæður! 

+
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page Flýtisýn

Fluguhjól

Guideline NOVA

kr. 27.900kr. 29.900

Hver er niðurstaðan?

Frá fyrstu prófunum á NOVA hjólunum urðum við strax heillaðir, og ekki eingöngu af þeirri stórkostlegu sögu sem liggur að baki hjólanna heldur sérstaklega af hönnun þess og frammistöðu. Þessi hjól eru algjör nýjung á markaðnum á svo margan máta.

  • Fyrsta fluguhjólið á markaðnum framleitt 100% úr endurunnum efnum
  • Nútímalegt Large Arbor hönnun þar sem hugsað hefur verið út í allt
  • Lokaður rammi
  • Ytri íhlutir hjólsins hafa verið uppfærðir í ál, sem bætir gæði, árangur og endingu
  • Framleitt úr endurunnum ál hráefnishleifum
  • Algerlega laust við allt einnota plast
  • Fullkomið kolefnisbremsukerfi sem hefur verið aðlagað að hverri fluguhjólastærð
  • Kemur með nýrri bremsuplötu sem viðheldur auka stöðuleika í bremsun
  • Ný gerð af bremsufjöðrun sem veitir stöðugra bremsuviðnám
  • Algerlega ný hönnun: einstakt Guideline hönnunartungumál sem einkennist af formum sem voru einu sinni talin ómöguleg til CNC framleiðslu
  • Spólan kemur með grindarhliðar og lóðrétta krossarma til að styrkja burðarvirkið
  • Innbyggt mótvægi lágmarkar alla íhluti og dregur úr heildarþyngd
  • Þráttt fyrir verulegar umbætur í efnisvali íhluta ( ál á móti pólímer ) hefur þyngdin haldist stöðug ef miðað er við forverann ( FAVO )
  • Hjólhulstur framleitt úr endurunnu 600D efni
  • Allar pakkningar eru framleiddar úr endurunnum efnum

Hreint alla leið

Alger endurskilgreining á hönnun fluguhjóla!

NOVA fluguhjólin eru hönnuð og framleidd með samblöndun á nýstárlegri iðnaðarhönnun við áhrifalítil endurunnin hráefni sem gerir líklega NOVA fluguhjólin þau umhverfismeðvituðu sem Guideline hefur nokkurntíman framleitt. Þau eru styrking á framtíðarsýn Guideline að lágmarka öll umhverfisáhrif veiðimanna.

Framleidd úr endurunnum hráefnishleifum og eru sannkölluð ál-undur sem viðhefur sjálfbæra umhverfisstefnu. Hægt að segja að hjólin standi uppúr sem algerlega laus við öll einnota plastefni og með hjólhulstur framleitt úr endurunnu 600D efni.