Sealskinz er breskt fyrirtæki sem hefur yfir 30 ára reynslu af þróun og framleiðslu á ýmsum þolvörum og hafa allt frá upphafi unnið í samstarfi við marga af bestu íþróttamönnum heims. Þar á meðal eru fjallgöngugarpar, landkönnuðir, hjólreiðafólk, skíðaiðkenndur, hlauparar, sjómenn, veiðimenn, hestreiðafólk og hverskonar önnur ofur-viðburða teymi og einstaklingar, til að tryggja að vörur þeirra skili bestu og mestu þægindum og frammistöðu, og til að gera þér, og öllum öðrum Sealskinz notendum, kleift að ögra útiverunni.

Nauðsynleg forysta.

“Neyðin kennir naktri konu að spinna” segir málshátturinn.

Sealskinz er sköpun nauðsynja og snýst um þörfina á vera fyrstur út og síðastur inn, þörfina á að ögra kulda og bleytu, þörfina á að framkvæma, þörfina á að verja.
Ef þú spáir í því, þá er “Akkilesarhællinn” úti í náttúrunni í raun akkilesarfótur, höfuð, eyru, fingur eða tær og í raun allir þeir staðir þar sem við erum viðkvæm og þurfum að verja.

Vörumerki þols

Það var þessi nauðsyn og þörf sem varð til þess að Sealskinz sköpuðu fyrsta lagskipta sokkinn sem heldur bleytu úti og hlýju inni. Hinn þriggja laga einkaleyfisvarði sokkur frá Sealskinz hóf vegferðina og á eftir fylgdu svo húfur og hanskar sem framleidd eru á sama máta.

Þróað af íþróttafólki

Vörumerkið fæddist og íþróttafólk fagnaði nýstárlegum vörum Sealskinz sem gerði þeim kleift að ná betri árangri í krefjandi veðuraðstæðum. Hægt er að hugsa um Sealskinz sem samansafn af hæfileikafólki sem bundin eru af einni ástríðu.

Leiðandi markaðsafl

Fyrir meira en 20 árum komu Sealskinz með fyrsta vatnshelda sokkinn á markað. Frá þeim degi til þessa hafa Sealskinz þróað nýja og öflugri tækni og notað til þess efni sem hafa sett vörur þeirra á heimsmælikvarða. Það er því hægt að segja að þeir séu þeir sem bjuggu til markað þolvara. Og eftir því sem þessi flokkur hefur stækkað hafa Sealskinz fagnað allri samkeppni þar sem það er í raun hún sem knýr fyrirtækið til að vera það besta sem hægt er.

Þetta eru bara geggjaðar vörur

Það er trú Sealskinz að hvað sem kann að vera að gerast í kringum þig, þá áttu að geta haldið þér þurrum, með góða vernd og haft það hlýtt og notalegt, bara með því að gefa smá gaum að því hvað þú setur á hendurnar, fæturnar og höfuðið.

Með hinni nýstárlegu tækni Sealskinz, úrvals vali á efni og smáatriðunum sem gefinn er gaumur, þá erum við fullviss um að að sokkar, húfur og hanskar frá Sealskinz muni gera útiveruna hjá þér ánægjulega og þægilega.

Kíktu á úrvalið hér að neðan.

+
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page Flýtisýn
+
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page Flýtisýn
+
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page Flýtisýn
+
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page Flýtisýn
+
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page Flýtisýn
+
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page Flýtisýn
+
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page Flýtisýn
Uppselt í augnablikinu
+
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page Flýtisýn

Svakalegar prófanir

Ásamt innri prófunum okkar notast Sealskinz við óháðar rannsóknarstofnanir eins og SATRA til að safna frammistöðugögnum um allar vörur þeirra. Hingað til hefur Sealskinz aldrei fundið þörf á að deila þessum niðurstöðum því við vitum að þú elskar vörurnar þeirra! Það er nefnilega ekki að ástæðulausu sem Sealskinz er með 96% ánægjuhlutfall viðskiptavina á móti 0,5% skilahlutfalli.
Ekki fyrir svo löngu ákvað einn samkeppnisaðili Sealskinz að birta niðurstöður sínar. Sealskinz mótmæla ekki niðurstöðum þeirra um eigin vörur, en vilja gera öllum það ljóst að Sealskinz er ekki vörumerkið sem þeir nota til samanburðar. Gögn úr prófunum sem gerðar voru á sokkum Sealskinz á sömu rannsóknarstofu skiluðu betri árangri en bæði þessi keppinautur og einnig „næsti keppinautur“ þeirra.
Sealskinz teymið er ánægt með þennan árangur og svo lengi sem allir eru ánægðir með vörurnar þeirra mun Sealskinz einbeita sér að því að vera það besta sem mögulegt er.

Spurt og svarað

Eru vatnsheldir sokkar heitir og þykkir?

Í raun ekki. Hin þriggja laga uppbygging sokksins er svo óaðfinnanleg að þeir eru bara jafn þykkir og allir aðrir endingargóðir sokkar á markaðnum. Og þeir eru ekki heitir. Þvert á móti, því heitari sem fæturnir verða, því þeim mun meira vinna þeir í að ýta svitavatnsgufunni af fætinum og út í andrúmsloftið.

Má þvo vatnsheldu sokkana í þvottavél?

Eitt af aðalatriðum Sealskinz er að vera ekki að flækja hlutina. Og það er bara þannig. Og þessvegna er ekki neitt mál að hugsa vel um vatnsheldu sokkana frá Sealskinz, sem og allar þeirra vörur. Skelltu þessu bara öllu í þvottavélina með öllum hinum fötunum og settu þvottavélina í gang.

Er Sealskinz framleitt úr selum?

Nei. Við lofum því.

Blotna vatnsheldu sokkarnir?

Frábær spurning. Ytra lagið getur blotnað og verið blautt viðkomu. En það er innra lagið og millilagið sem veita vatnsheldnina. Ytra lagið er ætlað að vera endingargott og veita góða teygju eins og venjulegir sokkar gera. Þannig að já, þó sokkurinn kunni að virðast blautur þá fer enginn raki alla leið að fætinum.

Eru vatnsheldir sokkar eins og venjulegir sokkar viðkomu?

Heldur betur! Uppbyggingin er svo óaðfinnanleg að þó svo að þeir séu byggðir með þremur aðskildum lögum þá er engin leið að sjá eða finna neinn mun. Sealskinz leggja ótrúlega hart að sér að búa til hina fullkomnu vöru og til að tryggja að þægilegt sé að klæðast þeim öllum.