Flugustangir



Flugustangapakkar






Kaststangir





G.Loomis á líklega flesta titla undanfarin ár hjá Yellowstone Anglers sem gera kannanir ár hvert - stangir sem klárlega eru öðrum fremri...
skoða nánarFluguveiðimenn vita að besta upplifunin felst í jafnvægi – á milli náttúru og tækni, hefða og nýsköpunar. Við veiðum með flugulínum sem eru húðaðar með PVC, stöngum sem stundum eru úr klassískum bambus, og höfum jafnvel náð að þróa hinar fullkomnu fjaðrir með erfðatækni.
Skwala Thermo Collection byggir á þessu jafnvægi og sameinar mýkt, einangrun og öndun sem aldrei fyrr. Skwala notar aðeins vönduðustu Merino-ull sem völ er á – handvaldar, langar trefjar frá Nýja-Sjálandi sem veita hámarks hlýju, draga úr rakasöfnun og tryggja óviðjafnanlega mýkt. Þessi ull er spunnin, ofin og blönduð í réttu hlutfalli með teygjanlegum gerviefnum, sem tryggir að flíkin fylgi þér í hverri hreyfingu.
Skwala Thermo Collection – þar sem náttúran mætir tækni til að veita þér hámarks þægindi við krefjandi aðstæður.
Hönnuð fyrir þá daga þegar fingurnir dofna af kulda við að sleppa sprækum urriðum aftur út í ískalt vatn. Thermo 350 Hoody veitir hlýju og þægindi í nánast öllum veiðiaðstæðum. Þetta er þyngsta/þykkasta innsta lagið frá Skwala og er gert úr 95% handvöldum Merino ullartrefjum frá Nýja-Sjálandi.
Ef kindurnar sjálfar gætu valið sér fatnað, þá myndu þær líklega velja Thermo 350 Hoody – og kannski aldrei rækta ull aftur.
Hönnunarteymi Skwala einsetti sér að hanna hið fullkomna undirlag undir vöðlur, en fyrir mistök enduðu þeir með líklega þægilegustu buxur sem þú hefur nokkru sinni klæðst. Thermo 350 Pants eru ekki bara undirbuxur fyrir vöðlur – hugsaðu þér að uppáhalds joggingbuxurnar þínar, bestu hlýju útivistarbuxurnar þínar og þægilegustu íþróttabuxurnar hefðu sameinast í eina fullkomna flík. Þær eru eitthvað í þá áttina.
Er þetta létt innsta lag? Er þetta Merino sólarpeysa? Er þetta þægilegasta og fjölhæfasta veiðiflík sem þú hefur klæðst? Já, já og já.
Thermo 150 Hoody sameinar náttúrulega mýkt og rakadrægni Merino ullar með léttleika, teygjanleika og UPF 50+ sólarvörn, sem gerir hana fullkomna fyrir allar aðstæður. Fullkomin í veiði allt árið um kring, hvort sem þú notar hana sem létt innsta lag undir öðrum flíkum og jakka eða sem ótrúlega þægilega sólarpeysu þegar hún er notuð ein og sér.
Við trúum á fatnað sem er hannaður af veiðimönnum fyrir veiðimenn. Fatnað sem þú tekur ekki eftir, af því að hann vinnur fyrir þig. Fatnað sem veitir þægindi, hreyfigetu og endingu í hvaða aðstæðum sem er.
Þegar þú ert við vatnið áttu að hugsa um eitt – veiðina. Skwala sér um afganginn.
Engin manngerð einangrun getur keppt við það sem kindur hafa þróað í gegnum aldirnar. Merino ull skarar fram úr gerviefnum þegar kemur að þægindum, varmageymslu, rakadrægni og lyktarvörn. Þess vegna reynum við ekki að bæta náttúruna, heldur vinnum með henni. Við byrjum á hágæða, handvöldum Merino trefjum frá Nýja-Sjálandi, sem eru svo send til Þýskalands þar sem þeim er blandað með réttu magni af gerviefnum til að tryggja fullkomna teygju og endingu. Úr þessu verður til okkar Thermo Collection – endingargott, einstaklega þægilegt og náttúrulega einangrandi innsta lag.
Að klæðast bómull í kuldanum er eins og að veiða með Durham Ranger á besta silungsveiðistaðnum – það er klassískt, en ekki endilega áhrifaríkt. Thermo Collection frá Skwala byggir á hæstu gæðaflokks Merino ull sem heldur á þér hita, jafnvel á köldustu dögum, á meðan hún dregur náttúrulega í sig raka og heldur þér þurrum/þurri. Þar að auki hefur Merino ull innbyggða lyktarvörn, sem kemur sér vel þegar þú ert á fjögurra daga veiðiferð og vilt ekki verða þekktur fyrir lyktina í hópnum.
Póstlistavinir Flugubúllunnar njóta betri kjara og fá aðgang að flottum tilboðum og afsláttum.