Airflo Flo Tips sökkendarnir eru hannaðir með kröfuharða tvíhendu- og skagitveiðimenn í huga. Þeir sameina sveigjanleika, kraft og dýptarstýringu sem nýtist í fjölbreyttum veiðiaðstæðum – allt frá grunnu vatni til djúps straums.
Hver Flo Tip endi er samsettur úr 2,5ft Intemediate enda og 7,5ft eða 9,5ft tungsten sökkenda, sem veitir jafnvægi í kastinu og hjálpar flugunni að ná réttri dýpt. Þessi uppbygging gerir kastið mýkra, stöðugra og auðveldara við meðferð, sérstaklega þegar verið er að kasta þungum flugum eða í vindi.
Eiginleikar:
- Framúrskarandi stjórn og sökkhraði
- Samsett úr 2,5′ Intermediate enda og 7,5′ eða 9,5′ tungsten sökkenda
- Fáanlegir í T10, T14 og T18 – sem sökkva 8–10 tommur á sekúndu
- Litamerkt lykkjukerfi sem auðveldar að þekkja rétta endann
- Virkar með öllum helstu Skagit skothausum og tvíhendulínum
- Tilvalið í bæði ferskvatn og saltvatn þar sem þörf er á stjórn í straumi
Airflo Flo Tips eru prófaðir og viðurkenndir af atvinnuveiðimönnum víða um heim. Þeir eru ómissandi hluti af vopnabúri hvers veiðimanns sem vill fulla stjórn á flugunni.
Sökkhraði:
- T-10 : 8ips
- T-14 : 9ips
- T-18 : 10ips