Alda er áhrifarík straumfluga, hönnuð af Helga V. Úlfssyni, sem hefur sannað gildi sitt í Veiðivötnum og víðar.
Flugan er fáanleg í nokkrum litatilbrigðum og hefur reynst vel við veiðar á sjóbleikju og sjóbirtingi.
Þegar ekkert gengur í laxveiði getur Alda einnig verið góður kostur.
Við veiði í straumvatni er mælt með að kasta flugunni um 45 gráður upp í strauminn og menda línuna reglulega til að hægja á ferð hennar, þannig að hún berist hægt fyrir bráðina.