Aquasure viðgerðarsettið er tilvalið til að gera við vöðlur á fljótlegan hátt.
Aquasure er urethane gúmmílím sem framkallar glæra, sterka og sveigjanlega himnu sem er varanlega vatnsheld, fullkomið til að gera við göt, sauma sem leka, rifur sem geta myndast í flestum vöðlum og fatnaði fyrir vatnasport.
Einnig hægt að nota fyrir regnhlífar, blaut- og þurrbúninga, hanska, uppblásanlegar dýnur, vatnsheldan fatnað og svo margt, margt fleira.
Innihald:
- 7gr Aquasure túpa og pensill
- 2x Ø7.6cm bætur – 1 svört nylon bót og 1 glær pvc bót