Geggjuð tungsten púpa hönnuð og hnýtt af Óla Foss. Fluga sem hefur verið að vekja töluverða athygli upp á síðkastið. Bæði í veiðibókum og svo auðvitað á samfélagsmiðlum.
Þessi litasamsetning, rautt og svart, er stef sem við þekkjum úr mörgum öflugum silungaflugum ss. Króknum, Galdralöpp og Black Zulu til þess að nefna dæmi. En það er eitthvað við formið á Atlas sem virðist virka og getur átt það til að gjörsamlega æra bleikjuna til töku.
- Hanak Jig öngull #16
- 3.2mm tungsten kúla