Bajío Las Rocas eru hágæða veiðigleraugu hönnuð fyrir veiðimenn sem krefjast skarprar sjónar, þæginda og hámarks vörn í krefjandi aðstæðum. Þau sameina fullkomna linsutækni, umhverfisvæna hönnun og vandaða smíði – sérstaklega fyrir þá sem þurfa stærri umgjörð og breiða vörn gegn geislum sólar.
Las Rocas eru í XL stærð með stórri umgjörð (full coverage) sem hylur vel augun og veitir framúrskarandi vörn gegn hliðar- og endurkastljósi. Þessi hönnun hentar vel í björtum aðstæðum, á sjónum eða við opið vatn þar sem glampi og endurkast getur truflað veiðina.
Umgjörðin er úr léttu og endingargóðu lífplasti, með gúmmíkenndum nef- og eyrnapúðum sem tryggja öruggt og þægilegt hald, jafnvel við raka eða mikla hreyfingu.
Helstu eiginleikar:
- XL stærð með ‘full coverage’ umgjörð – Frábær vörn fyrir breið andlit eða bjartar aðstæður
- 8-base-wrap formuð umgjörð sem liggur þétt að andliti – hámarks vörn gegn hliðar- og endurkastljósi
- Yellow Mirror Glass linsur – Skýr sýn og aukin litadýpt við litla birtu
- LAPIS™ tækni – Minnkar blátt ljós og dregur úr augnþreytu
- Lífplast umgjörð – Létt, endingargóð og vistvæn
- Gúmmíkenndir nef- og eyrnapúðar – öruggt og þægilegt hald
Mál og stærðir:
- Breidd umgjarðar: 148 mm
- Brúarbreidd: 17 mm
- Linsustærð: 63 x 50 mm
- Lengd á örmum: 140 mm
Bajío Las Rocas eru hönnuð fyrir þá sem vilja meira: skýrari sýn, betri vörn og vörumerki sem tekur ábyrgð á umhverfinu sem við öll deilum.
Um Bajío – Rætur frá Costa, ný sýn á sjálfbærni
Bajío var stofnað af Al Perkinson, sem áður leiddi markaðsmál hjá Costa Del Mar í yfir 15 ár. Eftir að Costa var keypt af stórfyrirtækinu Luxottica ákvað hann að stofna sjálfstætt fyrirtæki með skarpari fókus á sjálfbærni, verndun sjávar og hágæða linsutækni fyrir veiðifólk.
Bajío – sem þýðir „grunnsævi“ á spænsku – leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu og vöruþróun, notar lífplast í umgjarðir, endurunnar pakkningar og styður verndunarverkefni sem miða að því að bæta líf og lífríki í kringum vatn og sjó.
Gleraugu Bajio eru talin vera ein skýrustu og skörpustu veiðigleraugu sem til eru á markaðnum.