Hin upprunalegi Sunray kemur frá Ray Brooks og er meistaraverk þegar horft er til einfaldleika og er hin fullkomna laxafluga. Þessar léttu túpur hafa fellt margan stórlaxinn í gegnum árin. Hausinn á þessum er aðeins stærri en venjulega og er eitt af einkennunum og einhverra hluta vegna elskar laxinn að eltast við þær. Sunray túpurnar lifna við í straumnum og hafa ótrúlega hreyfingu í vatninu. Hægt er að nota ýmsar veiðiaðferðir þegar SRS er notuð, hvort sem kastað er þvert á strauminn eða upp í strauminn – hún er sterk við allar aðstæður.
Hér er afbrigði með Blue Charm litum og brass kúlu aftan á túpunni.