Buck Zipper hnífurinn er, eins og nafnið gefur til kynna, belgristu (guthook) hnífur sem virkar eins og rennilás. Sniðið á blaðinu er virkilega fallegt. Árið 1993 var mikið af “guthook” hnífum á markaðnum sem virkuðu ekki sem skyldi, þannig að CJ Buck, sem er af 4. kynslóð Buck fjölskyldunnar og núverandi forstjóri, hjálpaði til við að hanna hníf sem stæði undir nafni fjölskyldunnar. Heildarlengd er 21.6cm og hann kemur í verklegu og fallegu, brúnu leðurhulstri.
Eilífðarábyrgð
Buck Knifes ábyrgjast hvern einasta Buck hníf gegn göllum í efni eða framleiðslu, allan líftíma hnífsins og munu gera við eða skipta út með nýjum hníf, eftir þeirra mati, hvaða Buck hníf sem er. Buck Knifes ábyrgjast ekki skemmdir vegna venjulegrar notkunar, misnotkunnar eða breytingum sem gerðar hafa verið á hnífnum. Buck Knifes hnífarnir eru ekki ætlaðir sem hamrar, meitlar, kúbein eða skrúfjárn.
EIGINLEIKAR | LÝSING |
---|---|
Lögun blaðs: | Guthook |
Lengd blaðs: | 10.8cm |
Lengd hnífs: | 21.5cm |
Þykkt blaðs: | 3.5mm |
Þyngd: | 178.6gr |
Gerð stáls: | 420HC ryðfrítt stál |
Handfang: | Heritage Walnut DymaLux® |
Festing: | Brúnt hulstur úr ekta leðri |