Flott áhaldasett fyrir fluguhnýtingar frá Dr. Slick sem inniheldur allar græjurnar sem þú þarft á að halda í flottu stóru boxi sem er einnig flugubox á bakhliðinni – þar getur þú raðað flugunum sem þú hnýttir þann daginn.
Settið inniheldur eftirfarandi:
- Dr Slick 4″ All Purpose bein skæri
- 4″ Dr Slick ceramic keflishöldu
- Bodkin nál með hálfhnútaenda á handfangi
- Bobbin þræðara með hálfhnútaenda á handfangi
- Miðlungs stóran hárjafnara
- 4″ Whip Finisher endahnútsgræju
- Fjaðratöng
- Stórt geymslu- og flugubox