Það er alltaf að verða nauðsynlegra með degi hverjum að sleppa villtum fiski aftur í árnar. Stofnarnir fara minnkandi og eru í hættu á mörgum stöðum.
Stærð veiddra fiska var áður ætíð mæld í kílóum eða pundum, en í dag er það lengdin sem menn horfa á.
Með því að nota ‘Veiða/Sleppa’ málbandið frá Frödin er þetta gert á einfaldan máta og ekki nauðsynlegt lengur að vera að leita að málbandi í öllum vösum. Málbandið frá Frödin er alltaf fast á stönginni þinni. Settu bara fiskinn við hlið stangarinnar og þú sérð lengdina.
Einfalt og þægilegt, bæði fyrir þig og fiskinn. Þú náðir lengdinni – og fiskurinn fer til baka á hrygningarslóðir.
Fáanlegt í 2 litum, svörtum eða hvítum.
Hver pakki inniheldur þrjú málbönd í völdum lit sem hægt er að líma á stöngina. Ásetning er ákaflega einföld – einfaldlega farðu eftir leiðbeiningunum á pakkanum og þú ert tilbúin/n í veiðina.
Komdu í hópinn – Berjumst fyrir villta laxinum!