Stórglæsilegt byrjunar FITS sett sem inniheldur þetta allt!
FITS byrjunarsett frá Frödin flies sem gerir þér kleift að hnýta að lágmarki 80 hefðbundnar túpur.
Settið inniheldur:
- Túpuefni í 11 litum í stærðum M og XS
- Allar þrjár kónagerðir Frödin í þremur stærðum og sjö litum
- Hina splunkunýju Tungsten Turbo kóna í þremur stærðum og fjórum litum
- Hina einstöku FITS túpunál og leiðbeiningar um notkun
FITS kerfið er orðið gríðar vinsælt víðsvegar og hefur opnað nýjan heim stillanlegra og balanseraðra túpna, þar sem val á efni býr til mismunandi prófíl á túpuna sem passar fyrir allt frá beljandi fljótum að litlum og viðkvæmum ám.
FITS settið er frábær byrjun fyrir alla sem vilja kynnast nútíma túpum, flugum þar sem stillanleiki, jafnvægi, prófíll og hvernig flugan „syndir“ er leiðin að fleiri tökum.