20 uppáhalds flugur Mikael Frödin sem hefur gefið honum margan stórlaxinn
Flugusettin frá Frödin Flies eru valin út frá þúsundum veiðidaga og tugþúsunda taka. Þeir hjá Frödin hafa hér fyllt á hin frábæru SALAR Supreme flugubox og búið til nokkrar gerðir af flugusettum. Í þessu boxi eru 20 uppáhaldsflugur Frödin sem henta fyrir sínar sérstöku aðstæður.
Í hverju boxi er áprentaður miði úr vatns- og rifvörðum pappír með bæði mynd af flugunum, sem og tips frá meistaranum sjálfum, Mikael Frödin. Hvenær nota skal flugurnar, hvar, og jafnvel hvernig á að nota þær til að fá fiskinn til að taka!
Flugurnar sem taldar eru upp í myndagallerýi er einungis hluti af þeim flugum sem í boxinu eru.
Í hnotskurn:
- Koma í SALAR Supreme boxum frá Frödin Flies
- Hvert box kemur með sérfræðiaðstoð frá Mikael Frödin
- Sannarlegar og þrautreyndar flugur sem hannaðar eru fyrir ýmsar aðstæður
- Flugur sem hafa tekið þúsundir fiska
Hilmar Hanson sem er með reyndari laxveiðimönnum á Íslandi hefur þetta að segja um flugurnar frá Frödin Flies:
Með bestu laxaflugum í heimi. Veiðimenn í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Rússlandi og annarstaðar í Evrópu eru allir með flugurnar hans í boxinu sínu. Á Íslandi hafa flugurnar hans eins og Patagorva, Mikeli Blue og Samuraiarnir verið frábærir í Íslensku ánum og veitt frábærlega. Núna þegar hægt er að fá flugurnar hans í minni stærðum þá smellpassa þær í okkar ár….