Miðlungslöng og mjög glansandi, sterk hár sem Frödin hefur verið að nota frá því í byrjun áttunda áratugarins. Henta einstaklega vel fyrir lítið dressaðar miðlungs og litlar flugur, sem zonker, og líklega besta efni sem hægt er að fá fyrir rækjulappir og fálmara. Hárin hafa verið lituð í björtum og fallegum litum frá hvitum lit, en einnig frá skinnpjötlum með svörtum hárum inn á milli sem Frödin kallar ‘Sapphire’.
Hver pakki er stór með tveim pjötlum, önnur með mjúk kviðhár og hin með lengri bakhár.
Mjög vanmetið vængefni sem gefur hálfgagnsærri flugu mjög fallegan glans.