Frödin Salar fluguhjólin eru framleidd í Þýskalandi í samvinnu við hinn virta fluguhjólaframleiðanda Vosseler, með það að markmiði að sameina einstaka hönnun og óbilandi afköst. Uppbygging hjólanna uppfyllir öll hæstu metnaðartakmörk í smíði á fluguhjólum og hefur sannað sig með nákvæmum vinnubrögðum, hágæða efnum og aðlaðandi fegurð.
Hin nákvæma smíði tryggir að hjólið mun skila 100% frammistöðu á öllum stundum og hefur silkimjúka og hnökralausa bremsu. Gæði hjólanna endurspeglast einnig í seltuþoli – sem er ekki sjálfgefið fyrir hjól sem var hannað til laxveiða. Bremsukerfi hjólanna er á sama máta hágæða kerfi sem sameinar smjörkennd mjúk afköst og óbilandi afl, sem gerir kleift að standast hörðustu átök við allra stærstu laxana.
Glæsileg hönnun hjólsins er einnig samofin með notendavænum bremsuhnappi, gerðum úr brassi og blandast fullkomnlega við burgundy vínrauðan lit hjólsins. Vegna hinnar sérstöku dropalögunnar hnappsins er leikur einn að stilla bremsuna og jafnvel með blautum höndum.
Hjólið er gert með heilum, lokuðum ramma, sem gerir það fullkomið þegar veitt er með grönnum running línum. Large arbor spóla hjólsins bíður einnig upp á meira en nóg pláss fyrir línuna og styður hraða endurheimt við inndrátt. Einstaklega stílhreint S-laga álhandfangið er útbúið með fílabeinslituðum hnappi – stórbrotið útlit!
Þetta hjól er algert augnakonfekt og mun líta einstaklega vel út á hvaða flugustöng sem er. Hin sérstaka blanda af áli, brassi og vínrauða litnum er sannkölluð hönnunarklassík.
Fullkomið fyrir alla sem eru að leita sér að sérstaklega flottu fluguhjóli án þess að þurfa gera nokkrar málamiðlanir í afköstum og frammistöðu.
Í hnotskurn:
- Létt og fallegt large arbor fluguhjól ætlað til laxveiða
- Nákvæm smíði og saltvatnsþolið ál
- Handfang úr möluðu áli með fílabeinslituðum hnappi
- Afkastamikið bremsukerfi sem hægt er að fínstilla hratt og örugglega
- Hannað með lokuðum ramma – engin lína eða taumur fastur á milli hjólhúss og spólu
- Framleitt í Þýskalandi – í samvinnu við Vosseler
- Einstaklega falleg leðurhirsla í Burgundi vínrauðum lit
- Vinstri handar inndráttur ( hægt er að skipta yfir í hægri )
- Litur: Burgundy vínrauður
MÓDEL | LÍNUÞYNGDIR | ÞYNGD | STÆRÐ |
---|---|---|---|
SALAR Three | 8-10 | 315 g | 103 x 49mm |
SALAR Four | 10-12 | 345 g | 114 x 53mm |