SALAR Supreme fluguveskin frá Frödin er hægt að finna í vösum veiðimanna um heim allan. Þeir eru orðnir svo fjölmargir sem hafa upplifað kosti þess að geyma flugurnar í fluguveskjum.
Hér kemur Frödin með stórglæsilegt einkaleyfisvarið “Make ’em swim’ upphleypt leður fluguveski. Endist að eilífu og veðrast eins og gott viskí. Í hverju leðurveski koma 2 SALAR Supreme 5 vasa veski. Báðar innri opnur eru bólstraðar með froðusvampi fyrir einkrækjur og tvíkrækjur, eða túpukróka.
Kostirnir eru þeir sömu og fyrir upprunalegu veskin – vernda flugurnar vel, sýnileiki flugnanna er mikill, rými fyrir hundruðir flugna og króka. 10 vasar og þar af eru 2 með loftræstingu, fyrir notaðar flugur.
- Stærð: 15 x 12 cm
- Brúnt hágæða leður
- “Make ‘Em Swim” upphleyping í leðri
- Appelsínugulir saumar
- Opnur með frauðsvampi fyrir króka
- Tvö 5 vasa plast veski
- Endngargott hágæða plast með rennilásum
- Rými fyrir hundruðir flugna
- Loftræstir vasar til að þurrka flugur
- Heldur flugunum í fullkomnu formi
- Sérð flugurnar í hvaða veðri sem er
- Eldist með stolti