Original squirmy búkefnið frá Fulling Mill er undirstöðuefnið í hinar gríðaröflugu „flugur“ Squirmy Worm og Squirminator. Þetta er hið fullkomna efni sem er einstaklega hreyfanlegt, sterkt, og hefur engar „krullur“ eins og í mörgum öðrum eftirmyndum.
Þegar þetta efni er notað til að búa til þína eigin flugur, ekki nota lím eða lakk sem inniheldur leysiefni, en það mun fljótlega éta upp og eyðileggja squirmy efnið.
Við ráðleggjum Fulling Mill Glass UV Resin ( fáanlegt í Flugubúllunni ) til að fullkomna fráganginn á öllum flugum sem innihalda Squirmy búkefnið.
20 lengjur í pakka, ca 13cm hver