Tactical Sighter tökuvararnir frá Fulling Mill eru frábær viðbót í Euro Nymphing uppsetninguna. Sýnileikinn er frábær í hvaða aðstæðum sem er með þessum 3 litum sem eru í hverjum tökuvara.
Þessir ofnu tökuvarar eru einfaldlega hnýttir á Euro Nymphing tauminn með blóðhnút eða með “loop to loop” í taumhringi sem koma með tökuvaranum.
Gott er að nota flotefni á tökuvarann fyrir enn meira flot.
Lengd: 15.24cm | 1 í pakka