Það er auðvelt að láta sér detta í hug að litir skipti ekki máli þegar veitt er með yfirborðsflugu sem er að sjálfsögðu ekki rétt. Það er margsannað að fiskur tekur einn lit fram yfir annan. Waker Taker er í tveimur litum; örlítið dökkbrúnn (Brown Waker Taker) og svo þessi (Tan Waker Taker); sá ljósari. Góð regla er að byrja með þann ljósari í góðu veðri og færa sig í þann dekkri þegar birtan dvínar.