G.Loomis hafa ætíð byggt græjur sem auka náttúrulega getu, auka skilvirkni og auka taktísk tækifæri. Þetta gera þeir fyrir þá sem fyrstir eru á fætur. Fyrir hádegisvaktina. Fyrir þá sem eltast við síðustu dagsbirtuna. Fyrir þá sem gera tímann við vatnið að forgangsverkefni.
G.Loomis kynna núna IMX-PRO V2, framhald af 40 ára skuldbindingu þeirra til að veita veiðimönnum öflugar græjur sem koma pöddunni á þann stað sem hún á að fara.
IMX-PRO V2 er splunkuný lína af stöngum sem hannaðar eru fyrir nánast hvaða veiði sem er – púpuveiði, straumfluguveiði, light-presentation, þurrfluguveiði eða laxveiði – IMX-PRO V2 er tilbúin fyrir hvaða fjör sem þú leggur fyrir hana. Gríðarlega fjölhæfar stangir sem henta einstaklega vel fyrir hefðbundna ferskvatnsveiði en þjóna samt einnig sértækari tilgangi með hinum ýmsu lengdum og stærðum í seríunni.
Framleidd með Conduit Core tækni G.Loomis og GL7 límingum sem gerir IMX-PRO V2 einstaklega létta í hendi en eykur samhliða þol og næmni. IMX-PRO V2 stangirnar hafa hraða virkni sem gerir þær að fallbyssu þegar kastað er upp í vindinn og lætur þig ná flugunni þangað sem hún er líkleg til að ná árangri. IMX-PRO V2 eru hannaðar til að vera áreiðanlegir vinnuhestar sem veita árangur sem þú þarft daginn út og daginn inn á bakkanum.
Og ekki bara hafa þetta eftir okkur – upplifðu þessar tilgangsdrifnu stangir sjálf/ur. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá tala aðgerðir meira en orð.
Stangarhlutar:
Conduit Core tækni – Allar helstu nýjungar í flugustangahönnun G.Loomis eru notaðar í IMX-PRO V2 stangarlínuna.
Conduit Core tæknin gerir G.Loomis kleift að bæta mikið skilvirkni og draga úr þyngd stangarinnar með því að skipta út grafít hjúpnum með sérefni í neðri helming stangarinnar.
Niðurstaðan er þessi: Styrkur og ending í butt/neðsta hlutanum og mikil aukning orku um alla stangarhluta. Conduit Core tæknin eykur jafnvægi stangarinnar, dregur úr þreytu veiðimanna og gerir þeim kleift að hámarka tímann og tækifærin á árbakkanum.
Lykkjur:
Stripp lykkjur úr krómi – IMX-PRO V2 stangirnar koma með endingargóðum og klassískum króm stripp-lykkjum. Hljóðlátar en samt með mikla virkni – eitthvað sem við viljum eiga von á í stöngum í milliverðflokki.
Einspinna króm snákalykkjur – Stangirnar koma með einspinna snákalykkjum sem hjálpa til við að ná lengri köstum á einfaldan máta. Og þú munt eingöngu sjá það allra besta á IMX-PRO stöngunum. Það þarf hinsvegar að taka það fram, að stangirnar eru í milliverðflokki. Þær eru hannaðar með tilgang í huga, ekki sem list.
Hjólsæti:
Tvöföld læsing m/viðarklæðningu – Minni stangirnar (4wt – 6wt) í IMX-PRO V2 línunni koma með “micro full wells” handfangi, tvöfaldri læsingu, og stílhreinni viðarklæðningu.
Tvöföld læsing m/skauthúðuðu áli – Stærri stangirnar koma með hefðbundnu “full wells” handfangi og skauthúðuðu álsæti með tveim læsingum.
Stangarhólkur:
Cordura stangarhólkur – IMX-PRO V2 kemur í sterkbyggðum Cordura stangarhólk sem ver fjárfestinguna þína og heldur stönginni öruggri þegar hún er ekki í notkun.
Virkni stangar: Hröð
Hentar vel fyrir: Lax / Silungur – alhliða
Handföng:
A: Full-Wells:
B: Micro Full-Wells með fight butt:
D: Full-Wells með fight butt:
MÓDEL | LÍNÞYNGD | LENGD | HLUTAR | VIRKNI | HANDFANG |
---|---|---|---|---|---|
IMX PRO V2 490-4 | #4 | 9′ | 4 | Hröð | A |
IMX PRO V2 590-4 | #5 | 9′ | 4 | Hröð | B |
IMX PRO V2 690-4 | #6 | 9′ | 4 | Hröð | B |
IMX PRO V2 790-4 | #7 | 9′ | 4 | Hröð | B |
IMX PRO V2 890-4 | #8 | 9′ | 4 | Hröð | B |
IMX PRO V2 5100-4 | #5 | 10′ | 4 | Hröð | D |
IMX PRO V2 6100-4 | #6 | 10′ | 4 | Hröð | D |
IMX PRO V2 7100-4 | #7 | 10′ | 4 | Hröð | D |
IMX PRO V2 8100-4 | #8 | 10′ | 4 | Hröð | D |
Allar G.Loomis flugustangir sem verslaðar eru hjá Flugubúllunni bera fullkomna 10 ára ábyrgð frá framleiðanda.
Ef óhapp gerist færðu engar óþægilegar spurningar og þú greiðir ekki umsýslugjöld… okkur er einungis umhugað að þú fáir stöngina þína í lag eins fljótt og hægt er svo þú getir skellt þér í annan veiðitúr.
|