G.LOOMIS IMX-PRO EURO
Lyfta – sveifla – endurtaka. Algjörlega banvænt, nútíma euro-nymphing er rúmlega fullsönnuð tækni til að bæta aflatölur. Besta leiðin til að ná hámarksvirkni á skilvirkan hátt.
IMX-PRO EURO flugustangirnar munu færa Euro-nymphing veiðina þína í þá átt sem þarf til að ná árangri. G.Loomis hannaði IMX-PRO EURO stangirnar sérstaklega fyrir Euro-nymphing, algjör hágæða smíði og með Conduit Core tækninni eru þessar stangir með næmni sem á sér enga líka. Handsmíðaðar í Woodland, Washington þá eru þær hóflega verðlagðar og koma í stærðum 10’ #2 og 10’6” #3. Báðar þessar stangir eru frábær kostur í Euro-nymphing, hafa hóflega sveigjanlega virkni og akkúrat rétta magnið af krafti í neðri hlutanum fyrir rétta framsetningu og auðvelda hleðslu. Fullkomnar stangir í Euro-nymphing.
IMX-PROe er með hóflegri, sveigjanlegri virkni og rausnarlegum krafti í neðri hlutanum, hönnuð til að hlaðast auðveldlega og bæta nákvæmni í köstum. Conduit Core tæknin og GL7 resin kerfið frá G.Loomis minnka heildarþyngdina sem leiðir af sér ofurlétta og ótrúlega næma stöng.
Sérhannað half wells “Euro Grip”, fight butt og svört matt-áferð á hjólsæti. Nákvæmt millibil milli lykkja til að koma í veg fyrir línufall. Tilgangsdrifið orkuver fyrir Euro-nymphing.
Stangarhlutar:
Conduit Core tækni – Allar helstu nýjungar í flugustangahönnun G.Loomis eru notaðar í IMX-PRO stangarlínuna.
Conduit Core tæknin gerir G.Loomis kleift að bæta mikið skilvirkni og draga úr þyngd stangarinnar með því að skipta út grafít hjúpnum með sérefni í neðri helming stangarinnar.
Niðurstaðan er þessi: Styrkur og ending í butt/neðsta hlutanum og mikil aukning orku um alla stangarhluta. Conduit Core tæknin eykur jafnvægi stangarinnar, dregur úr þreytu veiðimanna og gerir veiðimönnum kleift að hámarka tímann og tækifærin á árbakkanum.
Lykkjur:
Stripp lykkjur úr krómi – IMX-PRO stangirnar koma með endingargóðum og klassískum króm stripp lykkjum. Hljóðlátar en samt með mikla virkni – eitthvað sem við viljum eiga vona á í stöngum í milliverðflokki.
Einspinna króm snákalykkjur – Stangirnar koma með einspinna snákalykkjum sem hjálpa til við að ná lengri köstum á einfaldan máta. Og þú munt eingöngu sjá það allra besta á IMX-PRO stöngunum. Það þarf hinsvegar að taka það fram, að stangirnar eru í milliverðflokki. Þær eru hannaðar með tilgang í huga, ekki sem list.
Hjólsæti:
Tvöföld læsing – Koma með “micro half wells” handfangi og tvöfaldri læsingu.
Stangarhólkur:
Cordura stangarhólkur – IMX-PRO kemur í sterkbyggðum Cordura stangarhólk sem ver fjárfestinguna þína og heldur stönginni öruggri þegar hún er ekki í notkun.
Virkni stangar: Moderate
Handfang A:
Half-Wells með Euro fight butt:
MÓDEL | LÍNÞYNGD | LENGD | HLUTAR | VIRKNI | HANDFANG |
---|---|---|---|---|---|
IMX PROe 2100-4 | #2 | 10′ | 4 | Hröð | A |
IMX PROe 3106-4 | #3 | 10’6″ | 4 | Hröð | A |
Allar G.Loomis flugustangir sem verslaðar eru hjá Flugubúllunni bera fullkomna 10 ára ábyrgð frá framleiðanda. Ef óhapp gerist færðu engar óþægilegar spurningar og þú greiðir ekki umsýslugjöld… okkur er einungis umhugað að þú fáir stöngina þína í lag eins fljótt og hægt er svo þú getir skellt þér í annan veiðitúr.
|