Fullkominn pakki með G.Loomis IMX-PROe flugustöng, Guideline Click fluguhjóli og Guideline LPS/Euro línu.
G.LOOMIS IMX-PRO EURO
Lyfta. Kasta. Endurtaka. Þessi algerlega banvæna veiðiaðferð sem er kölluð Euro Nymphing er marg búin að sanna sig með því að moka upp fiski hjá þeim sem kunni til verka.
Fyrir marga veiðimenn er þetta ein besta veiðiaðferðin til að ná fram hámarks árangri og afköstum.
Með miðlungs sveigju og rausnarlegum krafti í neðri hluta stangarinnar er IMX-PROe hönnuð til að hlaða á einfaldan máta og auka kastnákvæmni án þess að fórna orkunni og gæðunum þegar sett er í fisk í lyftu.
Með sameiningu á Conduit Core Technology og GL7 límingartækni G.Loomis er heildarþyngd stangarinnar minnkuð til muna og gerir hana ótrúlega létta með ógnvekjandi næmum stangarhlutum.
Handfangið er sérhannað half wells Euro handfang, hjólsætið mattað með mótvægis fight-butt. Lykkjurnar eru nákvæmlega staðsettar til að koma í veg fyrir að línan lafi eða hangi á milli, og með næmnisvæði fyrir vísifingur fyrir ofan handfangið.
Þetta er svo sannarlega markmiðsdrifin Euro Nymphing orkustöð!
Stangarhlutar:
Conduit Core tækni – Allar helstu nýjungar í flugustangahönnun G.Loomis eru notaðar í IMX-PRO stangarlínuna.
Conduit Core tæknin gerir G.Loomis kleift að bæta mikið skilvirkni og draga úr þyngd stangarinnar með því að skipta út grafít hjúpnum með sérefni í neðri helming stangarinnar.
Niðurstaðan er þessi: Styrkur og ending í butt/neðsta hlutanum og mikil aukning orku um alla stangarhluta. Conduit Core tæknin eykur jafnvægi stangarinnar, dregur úr þreytu veiðimanna og gerir veiðimönnum kleift að hámarka tímann og tækifærin á árbakkanum.
Lykkjur:
Stripp lykkjur úr krómi – IMX-PRO stangirnar koma með endingargóðum og klassískum króm stripp lykkjum. Hljóðlátar en samt með mikla virkni – eitthvað sem við viljum eiga vona á í stöngum í milliverðflokki.
Einspinna króm snákalykkjur – Stangirnar koma með einspinna snákalykkjum sem hjálpa til við að ná lengri köstum á einfaldan máta. Og þú munt eingöngu sjá það allra besta á IMX-PRO stöngunum. Það þarf hinsvegar að taka það fram, að stangirnar eru í milliverðflokki. Þær eru hannaðar með tilgang í huga, ekki sem list.
Hjólsæti:
Tvöföld læsing m/viðarklæðningu – Koma með “micro full wells” handfangi, tvöfaldri læsingu, og stílhreinni viðarklæðningu.
Stangarhólkur:
Cordura stangarhólkur – IMX-PRO kemur í sterkbyggðum Cordura stangarhólk sem ver fjárfestinguna þína og heldur stönginni öruggri þegar hún er ekki í notkun.
Virkni stangar: Moderate
Handfang A:
Half-Wells með Euro fight butt:
MÓDEL | LÍNÞYNGD | LENGD | HLUTAR | VIRKNI | HANDFANG |
---|---|---|---|---|---|
IMX PROe 2100-4 | #2 | 10′ | 4 | Hröð | A |
IMX PROe 3106-4 | #2 | 10’6″ | 4 | Hröð | A |
Um Guideline Click hjólið:
Guideline Fario Click er nýjasti meðlimurinn í Fario fjölskyldunni með mjúkri “smell” bremsu og heilum ramma til að koma veg fyrir að þunnar línur flækist milli spólu og ramma. Í samanburði við önnur vörumerki þá er Fario Click með stillanlegt tví-pinna kerfi með þrjár mismundandi stillingar á viðnámi. “Smell” pinnarnir hafa mismunandi þvermál þannig að þú færð léttari þrýsing á inndraginu en aðeins harðara “brot” þegar fiskur straujar útá sjóndeildarhringinn. En í sannleika sagt þá er í rauninni ekkert “brot” í þessum tegundum af hjólum, smellkerfið er til að forðast yfirkeyrslu á spólunni. Fario Click er hannað fyrir léttustu veiðarnar og græjurnar með Euro-nymphing að leiðarljósi og passar fullkomlega með LPX Tactical og LPX Nymph stöngunum frá Guideline og hentar afar vel á allar léttar og nettar silungastangir.
Sjá frekari upplýsingar: https://flugubullan.is/verslun/guideline-fario-click/
Um Guideline LPS/Euro línuna:
Hið fullkomna vopn fyrir fjölhæfa og skilvirka veiði með léttum silungastöngum. Þessi lína er með “tvær i einni” uppsetningu sem gefur þér bæði fíngerða WF – línu og einnig þunna, jafna Euro Nymph línu með Indicator-topp, allt í einni línu. Ef þú veiðir á þurrflugu og púpu á hefðbundinn hátt, notar þú fíngerðan og nettan WF hlutann. Þetta mun koma flugunum þínum laumulega út og með nákvæmni, á stuttum til miðlungs fjarlægðum.
Ef þú vilt skipta um og veiða með Euro Nymph tækni, þá einfaldlega snýrðu línunni við á fljótlegan hátt og þú ert með sérsniðna 0.58 mm Nymph línu sem setur þig í gang á nokkrum mínútum. Allt fyrir verð á einni línu.
Sjá frekari upplýsingar: https://flugubullan.is/verslun/guideline-lps-euro/