NRX+ LP stangarserían er hönnuð til að vera með “yfirráð veiðifínleikans”. Loomis hannaði þessa nýju seríu fyrir tæknilega þurrfluguveiði þar sem erfiðar kastaðstæður eru óumflýjanlegar og silungurinn mjög kröfuharður. En þótt þessi stangarsería sé byggð á tæknilegum grunni þá er hægt að nota þessar stangir fyrir fjölbreyttar veiðiaðstæður og kasttækni. Loomis hækkaði allan standard í kringum tækni og íhluti stanganna án þess þó að hækka verðið svo þessi ein effektífasta þurrflugustöng markaðarins komist í hendur fleiri veiðimanna þar sem hún á heima.
Stangarhlutar:
Dynamic Recovery Technology – Ný tækni í byggingu stanga frá G.Loomis sem sameinar alveg nýtt Mega Modulus+ grafít bindiefni og GL8 plastefniskerfi til að búa til stangarparta með skarpri mýkt og ótrúlegri nákvæmni. Einnig notar G.Loomis háþróað samsetningarferli til að gera NRX+ LP stangarseríuna fjölhæfari, endingarbetri og öflugri en nokkur önnur á markaðnum. Stangarhlutarnir er ótrúlega léttir með miklum leiðréttingarhraða og óviðjafnanlegri mýkt.
Lykkjur:
Titanium SiC Stripping lykkjur – Stripping lykkjur úr titanium veitir NRX+ endingu og lágmarkar allan núning. Lykkjurnar eru gerðar til að vera léttar og án þess að fórna krafti, stífni eða afköstum.
Svart Nikkel/Titanium einspinna lykkjur – Einspinna lykkjur eru gerðar til að vera léttar og minnka allan núning miðað við snákalykkjur. Hægt er að rétta einspinna lykkjurnar á NRX+ stöngunum til baka ef þær bogna eða kremjast. Sífellt fleiri framleiðendur eru að skipta úr snákalykkjum yfir í einspinna lykkjur, af góðri ástæðu.
Hjólsæti:
Tvöföld læsing og sérsniðið hjólsæti – NRX+ LP stangirnar eru með sérsniðnu Amboya viðarhjólsæti með tvöfaldri læsingu úr áli. Handfangið er með AAA korki og með half-wells gripi. Hjólsætið hefur galan klassískan blæ yfir sér á meðan virkni stangarinnar er nútímaleg og nákvæm.
Stangarhólkur:
Álhólkur – Eins og allar hágæða G.Loomis stangir, koma NRX+ LP stangirnar í álhólk og taupoka til að verja stöngina í flutningum eða á ferðalögum.
Virkni stangar: Miðlungshröð
Handföng A:
Half-Wells:
MÓDEL | LÍNÞYNGD | LENGD | HLUTAR | VIRKNI | HANDFANG |
---|---|---|---|---|---|
NRX+ LP 386-4 | #3 | 8’6″ | 4 | Miðl.hröð | A |
NRX+ LP 590-4 | #5 | 9′ | 4 | Miðl.hröð | A |
NRX+ LP 690-4 | #6 | 9′ | 4 | Miðl.hröð | A |
Allar G.Loomis flugustangir sem verslaðar eru hjá Flugubúllunni bera fullkomna 10 ára ábyrgð frá framleiðanda. Ef óhapp gerist færðu engar óþægilegar spurningar og þú greiðir ekki umsýslugjöld… okkur er einungis umhugað að þú fáir stöngina þína í lag eins fljótt og hægt er svo þú getir skellt þér í annan veiðitúr.
|