NRX+ er hönnuð til að jafna samkeppnina á bakkanum og vinna bug á erfiðum umhverfisþáttum eins og viðvarandi vindi eða flóknum vatns- og vökvakerfum svo að veiðimaðurinn nái fram hámarks afköstum.
G. Loomis bættu við Switch og tvíhendum til að fullkomna NRX+ seríuna og það er óhætt að segja að þær séu með þeim bestu sem fáanlegar eru. Notuð er sama tækni í uppbyggingu á stangarpörtunum og í öðrum NRX+ stöngum og eru þessar tvíhendur kraftmiklar, fjölbreyttar og henta fyrir allar aðstæður. Þessar stangir voru hannaðar í samstarfi við hinn goðsagnakennda Steelhead veiðileiðsögumann Tom Larimer og kastsnillinginn Steve Rajeff og eru án efa með bestu tvíhendum sem fáanlegar eru.
Stangarhlutar:
Dynamic Recovery Technology – Ný stangatækni frá G.Loomis sem sameinar alveg nýtt Mega Modulus+ grafít bindiefni og GL8 plastefniskerfi til að búa til stangarparta með skarpri mýkt og ótrúlegri nákvæmni. Einnig notar G.Loomis háþróað samsetningarferli til að gera NRX+ stangarseríuna fjölhæfari, endingarbetri og öflugri en nokkur önnur á markaðnum. Stangarhlutarnir er ótrúlega léttir með miklum leiðréttingarhraða og óviðjafnanlegri mýkt.
Lykkjur:
Titanium SiC Stripping lykkjur – Stripping lykkjur úr titanium veitir NRX+ Spey/Switch stöngunum endingu og lágmarkar allan núning. Lykkjurnar eru gerðar til að vera léttar og án þess að fórna krafti, stífni eða afköstum.
Harðkróm snákalykkjur – Tvíhendurnar í NRX+ seríunni koma með harðkróm snákalykkjum sem stýra línunni vel, fyrir þröngan baug og lengri köst. Þessi sería af stöngum hentar einstaklega vel þegar notaðar eru þykkar spey línur og skothausar.
Hjólsæti:
Tvöföld læsing og sérsniðið hjólsæti – Hið sérsniðna ál-hjólsæti á NRX+ Spey/Switch stöngunum er gert til að halda þyngstu tvíhenduhjólunum og til að þola hverskonar tæringu og veður. Allar stangirnar koma með AAA grade kork á handföngunum.
Stangarhólkur:
Álhólkur – Eins og allar hágæða G.Loomis stangir, koma NRX+ Spey/Switch stangirnar í álhólk og taupoka til að verja stöngina í flutningum eða á ferðalögum.
Virkni stangar: Hröð
Handfang:
Spey:
MÓDEL | LÍNÞYNGD | LENGD | HLUTAR | VIRKNI | HANDFANG |
---|---|---|---|---|---|
NRX+ 7133-4 | #7 | 13’3″ | 4 | Hröð | Spey |
NRX+ 8133-4 | #8 | 13’3″ | 4 | Hröð | Spey |
NRX+ 9133-4 | #9 | 13’3″ | 4 | Hröð | Spey |
Allar G.Loomis flugustangir sem verslaðar eru hjá Flugubúllunni bera fullkomna 10 ára ábyrgð frá framleiðanda. Ef óhapp gerist færðu engar óþægilegar spurningar og þú greiðir ekki umsýslugjöld… okkur er einungis umhugað að þú fáir stöngina þína í lag eins fljótt og hægt er svo þú getir skellt þér í annan veiðitúr.
|