Hér er hægt að fá varahluti í G.Loomis stangir fyrir vægt gjald sem inniheldur póstburðargjöld, umsýslu, og verð varahlutar.
Til að fá varahlut í þína stöng skaltu ganga frá biðpöntun varahluts og gefa okkur upp um hvaða bút sé að ræða, og fyrir hvaða stöng.
Vinsamlega skaltu skrifa í Skilaboð á greiðslusíðunni hvaða bút vantar.
Verð á varahlut er mismunandi eftir gerð og munu starfsmenn Flugubúllunnar láta vita eftir pöntun.
Það sem koma þarf fram þegar varahlutur fyrir flugu- og kaststangir er pantaður er eftirfarandi:
- Fullt nafn stangar
- Lengd stangar
- Línuþyngd stangar
- Hvaða bút vantar ( talið að ofan. Toppur > bútur 2 > bútur 3 > handfang )
Starfsmenn Flugubúllunnar verða svo í sambandi við þig ef frekari upplýsinga er þörf, og til að gefa upp áætlaðan afhendingardag og með kostnað.