Flugan Green Dumm er hönnuð af meistaranum Theodóri K. Erlingssyni. Theodór, eða Teddi eins og hann er gjarnan kallaður, hefur starfað lengi sem leiðsögumaður í veiði og þekkir því vel til á veiðisvæðum bæði á landi og sjó. Green Dumm hefur sannað gildi sitt sérstaklega vel í vorveiði á sjóbirtingi, meðal annars í Tungulæk, en einnig á fleiri stöðum.
Green Dumm hefur landað mörgum risa-sjóbirtingum. Einn sá frægari er 94 cm birtingur sem fékkst í veiðistaðnum Súdda í Tungulæk árið 2021 og var landað af höfundinum og veiðimanninum Theodóri K. Erlingssyni.
- Ahrex Wet fly öngull #8 – 3.8mm Tungsten Gullkúla.
- Ahrex Wet fly öngull #10 – 2.8mm Brass Gullkúla + blývír
Hér er hún hnýtt af meistara Ragga Danner sem er þekktur fyrir einstaklega góðar hnýtingar.