Hvort sem þú ert að eltast við Atlantshafslax, Steelhead á vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada eða risavaxna sjógengna urriða á Íslandi eða í Argentínu, þá hefur Green Machine sannað gildi sitt með ótal lönduðum stórfiskum. Flugan á rætur sínar að rekja til hinnar frægu Miramichi-ár í New Brunswick og hefur áunnið sér fastan sess í fluguboxum veiðimanna um allan heim.
Hún er til sem Bomber/þurrfluga eins og þessi, og oft veidd á yfirborðinu en einnig er Green Machine til sem votfluga sem veiðir best með því að láta hana sveiflast í straumnum eða strippa hana inn. Hún tilheyrir „buck bug“ fjölskyldunni, en mismunandi útfærslur eru til eftir krókatýpu (uppbeygður, niðurbeygður, tvíkrækja eða túba) og halaefni, sem getur verið allt frá Krystal Flash til kálfahárs eða kálfahúðar. Hversu þétt búkurinn er klipptur ræður ekki aðeins útliti flugunnar heldur einnig hvernig hún ferðast í vatninu, sem gerir veiðimönnum kleift að stjórna veiðisvæðinu eftir dýpi og straumskilyrðum.