Nútímalegt úrval af stuttum skothausum fyrir einhendur, switch og tvíhendur, sem hafa endurskilgreint setninguna “Easy-To-Cast”.
Fáanlegir í þyngdum sem henta fyrir hverskonar veiði sem þú kannt að lenda í, allt frá stærri einhendum að switch stöngum og styttri tvíhendum, en þó ekki fyrir stærstu og þyngstu tvíhendurnar. Skothausarnir eru stuttir en samt ótrúlega stífir og nákvæmir í kasti.
Guideline hefur eytt miklum tíma í að fínstilla þyngdarjafnvægið, hinar ýmsu lengdir og skiptingarnar á milli hinna ýmsu þéttleika til að stilla þá af, bæði fyrir sökkhraða og rek í gegnum vatnið.
Hæfileiki þeirra til að halda jafnvægi, en samt vera nógu öflugir til að snúa stórum og búkmiklum flugum. Kasta jafnframt lengra en þú hafðir talið mögulegt með svo stuttum skothaus og gerir þá að mjög góðu vali fyrir alhliða línu.
Fáanlegir á lager í eftirfarandi stærðum: 19gr/293 grains Float, 21gr/324 grains Float, 23gr/360 grains Float, 26gr/400 grains Float, 33gr/510 grains Float, 37gr/570 grains Float – aðrar gerðir fáanlegar gegn sérpöntun.
Gerð | Þyngd | Heildarlengd | Litakóði enda |
---|---|---|---|
3D+ Compact SH #7/8 | 19 g / 290 grains | 7,6 m / 24ft 11in | Fjólublár |
3D+ Compact SH #8/9 | 21 g / 324 grains | 7,6 m / 24ft 11in | Ljósblár |
3D+ Compact SH #9/10 | 23 g / 356 grains | 8,1 m / 26ft 7in | Ólívu |
3D+ Compact SW/DH #6/7 | 26 g / 401 grains | 8,3 m / 27ft 3in | Rauður |