4 Cast er sannkölluð klassík meðal WF linanna frá Guideline og ávallt verið sú söluhæsta. Þessi nýja kynslóð, sem kallast 4 Cast+, hefur verið endurbætt með minni mjókkunum (taper), minni þvermálum á línu og örlítið þykkari runninglínu. Breytingarnar aðlaga linuna betur að þeirri lengd sem þú vilt hafa úti þegar þú falskastar og er jafnvel enn betri í veltuköstum. Þegar þessari línu er kastað verður jafnvægið á þyngdardreifingunni í hausnum eftirtektarvert.
EIGINLEIKAR
Prófíllinn hefur tiltölulega stuttan fram-taper sem hleður stöngina auðveldlega, jafnvel með takmarkað magn af línu úti. Frábær línustýring og örlítið seinkun í veltu fyrir bæði löng köst og nákvæma niðurlögn. Þessi lína er góður kostur fyrir alhliða fluguveiðimanninn sem vill línu sem vinnur jafnvel, bæði í yfir- og speyköstum og á sanngjörnu verði. 4 Cast+ er byggð á fléttuðum fjölþráða kjarna. Það eru litlar, verksmiðjugerðar, soðnar lykkjur á fram- og afturenda línunnar og laser-merking nálægt framendanum. Kassinn og spólan sem línan kemur i eru umhverfisvæn og endurvinnanleg. 4 Cast+ er fáanleg frá WF4F til WF8F og liturinn er Bright Olive/Cool Grey.
UPPLÝSINGAR
Model | Hauslengd | Hausþyngd | Color | Heildarlengd |
4 Cast+ WF4F | 10,5 m / 34,4 ft | 10gr / 154 grains | Bright Olive/Cool Grey | 25.0m / 82ft |
4 Cast+ WF5F | 10,5 m / 34,4 ft | 12gr / 185 grains | Bright Olive/Cool Grey | 27.5m / 90ft |
4 Cast+ WF6F | 11,0 m / 36,0 ft | 14gr / 216 grains | Bright Olive/Cool Grey | 27.5m / 90ft |
4 Cast+ WF7F | 11,2 m / 36,7 ft | 16gr / 247 grains | Bright Olive/Cool Grey | 30.0m / 98ft |
4 Cast+ WF8F | 11,2 m / 36,7 ft | 18gr / 277 grains | Bright Olive/Cool Grey | 30.0m / 98ft |