Pakkatilboð á Guideline Alta NGx Sonic TZip vöðlum og Guideline HD vöðluskóm.
Alta NGx Sonic Zip vöðlurnar er byggðar með ultrasonic hátíðni suðutækni og eru með yfirburða vatnsheldni og bestu mögulegu öndunina. Þrátt fyrir afar sterkt og endingargott efnisval eru vöðlurnar sveigjanlegar og með framúrskarandi hreyfanleika vegna tengingar milli fram- og afturhluta til að forðast mótsöðu við hreyfingu. Vatnsheldi TIZIP® MasterSeal rennilásinn að framan hefur margsannað sig og Ergo Elevator™ axlaböndin eru klædd með neoprene til að auka enn á þægindi. Sandhlífarnar og sokkarnir eru úr mjög sterku og endingargóðu nylon neoprene. Sokkarnir eru hannaðir með Comfort Plus™ tækni sem aðlagar sig að formi fótsins.
EIGINLEIKAR
Sniðið er rausnarlegt á réttum stöðum ásamt sérstakri klofbót til að auka enn frekar styrk og hreifanleika. Ergo Elevator™ axlaböndin er teygjanleg og á mjög fljólegan hátt er hægt að breyta vöðlunum í mittisvöðlur, og þar sem þau mæta vöðlunum er litlar tækjastikur sem hægt er að bæta á ýmsum tækjum og tólum.
Efst á vöðlunum er aðgengilegt, innbyggt og stillanlegt teygjuband til að halda hitanum inni. Tveir háttsettir brjóstvasar með gott rými fyrir flugubox og flísfóðraðir hliðarvasar til að ylja sér á höndum sem einnig nýtast sem geymsluvasar. Allir vasarnir eru með YKK Aquaguard® vatnsfráhrindandi rennilásum og Dual Tool Garage™ geymslurnar að framan hafa gott rými fyrir allskyns aukahluti án þess að dingla laust og flækjast fyrir.
Þrjár beltislykkjur halda vöðlubeltinu sem er teygjanlegt en með frábæran stuðning ef þú þarft að hengja eitthvað þyngra um mittið eins og t.d. vaðstaf. Á innaverðum vöðlunum er vasi með vatnsfráhrindandi eiginleika og D-hringur að aftan til að festa háf í.
Tækniupplýsingar – vöðlur
ÖNDUN | 7000 |
LITUR | Þörungagrænt/Grafít |
UMHVERFISVERND |
|
EFNI | 4-laga Nælon Taslan |
VATNSHELDNI | 20000 |
ÞYNGD | 1430g í stærð Large |
RENNILÁSAR | TiZip Masterseal vatnsheldur rennilás að framan – YKK Aquaguard vatnsfráhrindandi rennilásar á vösum |
Guideline HD (Heavy Duty) vöðluskórnir eru gerðir fyrir allra erfiðistu aðstæðurnar.
Þeir eru hærri, hafa þykkari bólstrun og meiri stífleika sem gerir þá stöðugri við erfiðar vaðaðstæður og í grófu landslagi.
HD vöðluskórnir eru fáanlegir bæði með Vibram® Idrogrip™ gúmmísólum og stungusaumuðum filtsólum, eftir því hvað hentar. Þeir eru byggðir úr afar öflugu 1000D Cordura® efni með C0 Fluorocarbon-fríu DWR. TPU styrkingar á neðri hlutanum gera þá enn endingarbetri þegar vaðið er á grýttum botni með hvössum steinum.
Tá- og hælsvæðið er með sérstakar styrkingar og miðsólinn er úr stífu gerviefni sem veitir betri stöðugleika og auðveldar neglingu á skónum. “Closed cell” efnið í skónum dregur í sig minna vatn en sambærileg efni þannig að skórnir verða léttari á göngu.
HD vöðluskórnir er fullkomið val fyrir veiðimenn sem eyða miklum tíma í veiði og vilja sterka og endingargóða vöðluskó til að klára verkefnið.