Alta NGx Sonic vöðlujakkinn er skotheld skel fyrir veiðimenn sem vilja bara það besta þegar kemur að vatnsheldni og öndun. Sniðið yfir axlir og olnboga er þannig að engin mótstaða myndist þegar kastað er. Hár, flísfóðraður hálskraginn, YKK Aquaguard rennilásinn og Duodrag™ ermalokukerfið halda þér þurrum og heitum í verstu veðrunum. Stórir brjóstvasar með gott rými fyrir flugubox og flipa til að skipuleggja verkfæri o.fl. Nýja Alta NGx línan er hönnuð með endingu og þægindi að leiðarljósi.
EIGINLEIKAR
Jakkinn er að hluta til byggður með hátíðni ultrasonic suðutækni, hefur mjög áreiðanlega vatnsheldni ásamt því allra besta í öndun og afbragðs hreyfanleika. Hettan er með stífum toppi og stillanleg á marga vegu.
Hár flísfóðraður kraginn veitir hámarksvörn í köldu veðri. YKK Aquaguard® rennilásinn að framan hefur sérstaka hönnun að innan til að halda þér þurrum við erfiðar aðstæður. Tveir háir brjóstvasar hafa mjög gott rými fyrir stór flugubox ásamt minni, innri vösum fyrir smærri hluti eins og taumaefni o.fl. Flísfóðraðir vasar til að hlýja sér á höndum sem einnig er hægt að nota fyrir flugubox o.m.fl. Allir vasar eru með vatnsfráhrindandi rennilása frá YKK Aquaguard®.
Það eru 2 Hypalon flipar til að bæta við aukahlutum s.s. töng o.fl. Neðri faldurinn er með tvöfalda stillingu og möskvafald til að drena vatn þegar vaðið er. 2 vasar eru að innanverðu, annar er teygjuvasi og hinn er með Aquaguard vatnsfráhindandi rennilás. DuoDrag™ ermalokukerfið er klætt með neoprene sem eykur hita og D-hringurinn fyrir háfinn er á sínum stað að aftan.
ÖNDUN | 7000 |
LITUR | Þörungagrænt/Grafít |
UMHVERFISVERND |
|
EFNI | 3-laga Nælon Taslan |
VATNSHELDNI | 20000 |
ÞYNGD | 754g í stærð Large |
RENNILÁSAR | YKK Aquaguard vatnsfráhrindandi rennilásar |